Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Gísli Gotti fagnaði pólska meistaratitlinum
Gísli Gottskálk Þórðarson fagnar með liðsfélögum sínum.
Gísli Gottskálk Þórðarson fagnar með liðsfélögum sínum.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lech Poznan tryggði sér í gær pólska meistaratitilinn en liðið vann Piast Gliwice 1-0 í lokaumferð deildarinnar.

Lech Poznan vissi fyrir lokaumferðina að liðið væri öruggt með titilinn ef það tæki sigur. Raków Cz?stochowa veitti samkeppni um titilinn og endaði einu stigi frá toppnum.

Gísli Gottskálk Þórðarson varð því pólskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu en hann kom frá Víkingi í fyrra.

Hann tók aðeins þátt í fyrstu fimm leikjum tímabilsins þar sem hann þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa meiðst á öxl og hefur verið frá síðan í byrjun mars.

Eins og sjá má var pólska titlinum fagnað með stæl, boðið var upp á opna rútu, blys og söngva.


Athugasemdir
banner
banner