Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 17:06
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Vestri einu stigi frá toppnum - Tindastóll vann
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vestri er búinn að minnka muninn á milli sín og toppliðs Leiknis F. eftir góðan sigur gegn Fjarðabyggð í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik og komu bæði mörk Vestra á stuttum kafla í seinni hálfleik.

Pétur Bjarnason skoraði seinna markið og náðu gestirnir ekki að koma til baka. Vestri er því í öðru sæti með 30 stig, einu stigi eftir toppliði Leiknis F. sem tapaði gegn Þrótti V. fyrr í dag.

Fjarðabyggð er sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir tapið.

Vestri 2 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Zoran Plazonic ('55)
2-0 Pétur Bjarnason ('63)

Botnlið Tindastóls vann þá sinn annan deildarleik á tímabilinu í botnslagnum gegn KFG.

Arnar Ólafsson skoraði snemma leiks og tvöfaldaði Kyen Nicholas forystuna.

Kyen innsiglaði sigurinn á lokakafla leiksins og eru Stólarnir átta stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn. Það eru aðeins sex umferðir eftir af tímabilinu.

Tindastóll 3 - 0 KFG
1-0 Arnar Ólafsson ('5)
2-0 Kyen Nicholas ('20)
3-0 Kyen Nicholas ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner