Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 17. ágúst 2024 17:24
Hákon Dagur Guðjónsson
Davíð Smári: Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Dogatovic  sá rautt í dag.
Vladan Dogatovic sá rautt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur með þetta, góð frammistaða," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir að liðið vann 2 - 0 heimasigur á KR í Bestu-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Mér fannst við vera slakir fyrstu 15 mínúturnar og fannst KR liðið ógna okkur mikið þá og við vera pínu huglausir og hræddir við boltann. Við spörkuðum löngum boltum og vorum ekki klárir að vinna seinni boltana. Þegar við áttum okkar moment fyrstu 15-20 mínúturnar náðum við ekki að þrýsta með upp ef boltinn tapaðist og náðum engri pressu á þá. Eftir það fannst mér við spila okkar leik og gera það sem við vildum gera í leiknum," hélt hann áfram.

„Mér fannst við drepa í KR-ingunum með seinna markinu rétt fyrir hálfleik. Mér fannst ótrúlegt að leikurinn hafi bara farið 2-0 því við fengum urmul af færum hérna í dag, KR-ingar fengu fullt af hálffærum. Þau færi sem voru góð lokaði William Eskelinen og gerði það ótrúlega ég er hrikalega ánægður með hann og liðið í heild sinni."

Nánar er rætt við Davíð Smára í spilaranum að ofan en hann sagði að Eskelinin hafi verið tæpur fyrir leikinn vegna veikinda en spilaði og var frábær. Hann vildi líka hrósa Vladan Dogatovic markmannsþjálfara fyrir hvað Eskelinin hefur bætt sig en sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég held nú að þetta sé rautt spjald en markmannsþjálfarinn minn gerir þau mistök að stíga aðeins út fyrir boðvanginn og er að benda okkar leikmönnum á eitthvað. Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald. Þetta var bara óheppni og óviljaverk en auðvitað eigum við ekki að standa í vegi fyrir línuverðinum. Það er bara rautt spjald ef maður gerir það og við verðum bara að taka því."
Athugasemdir
banner
banner