Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   lau 17. ágúst 2024 17:24
Hákon Dagur Guðjónsson
Davíð Smári: Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Dogatovic  sá rautt í dag.
Vladan Dogatovic sá rautt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur með þetta, góð frammistaða," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir að liðið vann 2 - 0 heimasigur á KR í Bestu-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Mér fannst við vera slakir fyrstu 15 mínúturnar og fannst KR liðið ógna okkur mikið þá og við vera pínu huglausir og hræddir við boltann. Við spörkuðum löngum boltum og vorum ekki klárir að vinna seinni boltana. Þegar við áttum okkar moment fyrstu 15-20 mínúturnar náðum við ekki að þrýsta með upp ef boltinn tapaðist og náðum engri pressu á þá. Eftir það fannst mér við spila okkar leik og gera það sem við vildum gera í leiknum," hélt hann áfram.

„Mér fannst við drepa í KR-ingunum með seinna markinu rétt fyrir hálfleik. Mér fannst ótrúlegt að leikurinn hafi bara farið 2-0 því við fengum urmul af færum hérna í dag, KR-ingar fengu fullt af hálffærum. Þau færi sem voru góð lokaði William Eskelinen og gerði það ótrúlega ég er hrikalega ánægður með hann og liðið í heild sinni."

Nánar er rætt við Davíð Smára í spilaranum að ofan en hann sagði að Eskelinin hafi verið tæpur fyrir leikinn vegna veikinda en spilaði og var frábær. Hann vildi líka hrósa Vladan Dogatovic markmannsþjálfara fyrir hvað Eskelinin hefur bætt sig en sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég held nú að þetta sé rautt spjald en markmannsþjálfarinn minn gerir þau mistök að stíga aðeins út fyrir boðvanginn og er að benda okkar leikmönnum á eitthvað. Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald. Þetta var bara óheppni og óviljaverk en auðvitað eigum við ekki að standa í vegi fyrir línuverðinum. Það er bara rautt spjald ef maður gerir það og við verðum bara að taka því."
Athugasemdir
banner