Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 17. ágúst 2024 17:24
Hákon Dagur Guðjónsson
Davíð Smári: Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Dogatovic  sá rautt í dag.
Vladan Dogatovic sá rautt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur með þetta, góð frammistaða," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir að liðið vann 2 - 0 heimasigur á KR í Bestu-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Mér fannst við vera slakir fyrstu 15 mínúturnar og fannst KR liðið ógna okkur mikið þá og við vera pínu huglausir og hræddir við boltann. Við spörkuðum löngum boltum og vorum ekki klárir að vinna seinni boltana. Þegar við áttum okkar moment fyrstu 15-20 mínúturnar náðum við ekki að þrýsta með upp ef boltinn tapaðist og náðum engri pressu á þá. Eftir það fannst mér við spila okkar leik og gera það sem við vildum gera í leiknum," hélt hann áfram.

„Mér fannst við drepa í KR-ingunum með seinna markinu rétt fyrir hálfleik. Mér fannst ótrúlegt að leikurinn hafi bara farið 2-0 því við fengum urmul af færum hérna í dag, KR-ingar fengu fullt af hálffærum. Þau færi sem voru góð lokaði William Eskelinen og gerði það ótrúlega ég er hrikalega ánægður með hann og liðið í heild sinni."

Nánar er rætt við Davíð Smára í spilaranum að ofan en hann sagði að Eskelinin hafi verið tæpur fyrir leikinn vegna veikinda en spilaði og var frábær. Hann vildi líka hrósa Vladan Dogatovic markmannsþjálfara fyrir hvað Eskelinin hefur bætt sig en sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég held nú að þetta sé rautt spjald en markmannsþjálfarinn minn gerir þau mistök að stíga aðeins út fyrir boðvanginn og er að benda okkar leikmönnum á eitthvað. Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald. Þetta var bara óheppni og óviljaverk en auðvitað eigum við ekki að standa í vegi fyrir línuverðinum. Það er bara rautt spjald ef maður gerir það og við verðum bara að taka því."
Athugasemdir
banner