Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   lau 17. ágúst 2024 17:05
Hákon Dagur Guðjónsson
Óskar Hrafn: Væri hræsni að liggja til baka og beita skyndisóknum eftir EM stofuna
Óskar fylgist með KR í stúkunni á KR-velli áður en hann tók við liðinu.
Óskar fylgist með KR í stúkunni á KR-velli áður en hann tók við liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki setið í EM stofunni og beðið Deschamps og Gareth Southgate um að vera djarfa og taka áhættur, og liggja svo sjálfur til baka og beita skyndisóknum. Það væri hræsni," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir 2 - 0 tap gegn Vestra á Ísafirði í fyrsta leik hans sem aðalþjálfari liðsins.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Við þurfum að passa að við verðum betri með hverjum leiknum og betri í því sem við erum að gera og verðum ennþá öflugri að nýta okkur stöðurnar sem við komumst í milli miðju og varnar hjá andstæðingunum og ennþá einbeittari í færunum. Svo slökknar stundum á okkur í varnarleiknum og það er hellingur sem þarf að laga. En það er líka hellingur sem er hægt að byggja á, frammistöðulega séð var þetta mjög gott að mörgu leiti en úrslitalega séð var það slæmt."

KR er í 9. sætinu eftir leikinn, stigi fyrir ofan Vestra og 4 stigum frá fallsæti.

„Ég ætla að horfa á þetta þannig að vera meðvitaður um að við séum í fallbaráttu. Við erum ekki það hrokafullir að við höldum að við séum of góðir til að falla. En ég held að ef þú ætlir að einblína of mikið á það þá verði framþróunin engin. Við þurfum að þróa liðið fram á við. Skammtímamarkmiðið er að halda okkur í deildinni og langtímamarkmiðið að búa til gott fótboltalið. Við verðum að vinna að þessum tveimur þáttum á sama tíma.

Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner