Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   lau 17. ágúst 2024 17:05
Hákon Dagur Guðjónsson
Óskar Hrafn: Væri hræsni að liggja til baka og beita skyndisóknum eftir EM stofuna
Óskar fylgist með KR í stúkunni á KR-velli áður en hann tók við liðinu.
Óskar fylgist með KR í stúkunni á KR-velli áður en hann tók við liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki setið í EM stofunni og beðið Deschamps og Gareth Southgate um að vera djarfa og taka áhættur, og liggja svo sjálfur til baka og beita skyndisóknum. Það væri hræsni," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir 2 - 0 tap gegn Vestra á Ísafirði í fyrsta leik hans sem aðalþjálfari liðsins.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Við þurfum að passa að við verðum betri með hverjum leiknum og betri í því sem við erum að gera og verðum ennþá öflugri að nýta okkur stöðurnar sem við komumst í milli miðju og varnar hjá andstæðingunum og ennþá einbeittari í færunum. Svo slökknar stundum á okkur í varnarleiknum og það er hellingur sem þarf að laga. En það er líka hellingur sem er hægt að byggja á, frammistöðulega séð var þetta mjög gott að mörgu leiti en úrslitalega séð var það slæmt."

KR er í 9. sætinu eftir leikinn, stigi fyrir ofan Vestra og 4 stigum frá fallsæti.

„Ég ætla að horfa á þetta þannig að vera meðvitaður um að við séum í fallbaráttu. Við erum ekki það hrokafullir að við höldum að við séum of góðir til að falla. En ég held að ef þú ætlir að einblína of mikið á það þá verði framþróunin engin. Við þurfum að þróa liðið fram á við. Skammtímamarkmiðið er að halda okkur í deildinni og langtímamarkmiðið að búa til gott fótboltalið. Við verðum að vinna að þessum tveimur þáttum á sama tíma.

Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner