Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 17. september 2018 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna María: Ætluðum að mæta og skemma partý-ið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við settum þennan leik upp eins og aðra, við ætluðum að mæta hér og skemma partý-ið. Það gekk ekki alveg upp" sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Úrslitin þýða það að Breiðblik er Íslandsmeistari 2018.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

Selfoss komst 1-0 yfir og var staðan þannig í hálfleik. Blikar breyttu stöðunni fljótt í seinni hálfleiknum.

Selfoss komst upp í Pepsi-deildina fyrir þetta tímabil og siglir lygnan sjó um miðja deild.

„Þetta er staðurinn sem við viljum spila á, spila meðal þeirra bestu. En við ætlum okkar að vera ofar, það er einn leikur eftir til að ná því markmiði. Við settum okkur markmið fyrir sumarið um ákveðinn stigafjölda og við eigum eftir að ná því. Við gerum það í næsta leik, það er ekkert annað sem kemur til greina."

„Heilt yfir hefur sumarið verið mjög flott, það eru margar ungar stelpur hjá okkur að fá fyrstu mínúturnar í Pepsi-deildinni. Þær eru búnar að vera að stíga upp, þær eru flottar. Við lögðum upp með það fyrir sumarið að gefa þeim reynslu, halda okkur uppi og ná ákveðnum stigafjölda."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir