Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   mán 17. september 2018 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna María: Ætluðum að mæta og skemma partý-ið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við settum þennan leik upp eins og aðra, við ætluðum að mæta hér og skemma partý-ið. Það gekk ekki alveg upp" sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Úrslitin þýða það að Breiðblik er Íslandsmeistari 2018.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

Selfoss komst 1-0 yfir og var staðan þannig í hálfleik. Blikar breyttu stöðunni fljótt í seinni hálfleiknum.

Selfoss komst upp í Pepsi-deildina fyrir þetta tímabil og siglir lygnan sjó um miðja deild.

„Þetta er staðurinn sem við viljum spila á, spila meðal þeirra bestu. En við ætlum okkar að vera ofar, það er einn leikur eftir til að ná því markmiði. Við settum okkur markmið fyrir sumarið um ákveðinn stigafjölda og við eigum eftir að ná því. Við gerum það í næsta leik, það er ekkert annað sem kemur til greina."

„Heilt yfir hefur sumarið verið mjög flott, það eru margar ungar stelpur hjá okkur að fá fyrstu mínúturnar í Pepsi-deildinni. Þær eru búnar að vera að stíga upp, þær eru flottar. Við lögðum upp með það fyrir sumarið að gefa þeim reynslu, halda okkur uppi og ná ákveðnum stigafjölda."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner