Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   mán 17. september 2018 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna María: Ætluðum að mæta og skemma partý-ið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við settum þennan leik upp eins og aðra, við ætluðum að mæta hér og skemma partý-ið. Það gekk ekki alveg upp" sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Úrslitin þýða það að Breiðblik er Íslandsmeistari 2018.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

Selfoss komst 1-0 yfir og var staðan þannig í hálfleik. Blikar breyttu stöðunni fljótt í seinni hálfleiknum.

Selfoss komst upp í Pepsi-deildina fyrir þetta tímabil og siglir lygnan sjó um miðja deild.

„Þetta er staðurinn sem við viljum spila á, spila meðal þeirra bestu. En við ætlum okkar að vera ofar, það er einn leikur eftir til að ná því markmiði. Við settum okkur markmið fyrir sumarið um ákveðinn stigafjölda og við eigum eftir að ná því. Við gerum það í næsta leik, það er ekkert annað sem kemur til greina."

„Heilt yfir hefur sumarið verið mjög flott, það eru margar ungar stelpur hjá okkur að fá fyrstu mínúturnar í Pepsi-deildinni. Þær eru búnar að vera að stíga upp, þær eru flottar. Við lögðum upp með það fyrir sumarið að gefa þeim reynslu, halda okkur uppi og ná ákveðnum stigafjölda."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner