Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. september 2021 21:49
Victor Pálsson
Bruce: Því miður er það ekki hægt, er það?
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, viðurkennir að hann sé alveg jafn pirraður út í stöðu félagsins og stuðningsmenn liðsins.

Margir stuðningsmenn Newcastle og þá flestir heimta breytingar og vilja til að mynda sjá Mike Ashley, eiganda félagsins, selja og sem fyrst.

Það hefur ekki gengið hjá Ashley að finna nýja eigendur og mun Newcastle líklega berjast í neðri hluta deildarinnar enn eitt tímabilið.

Newcastle gerði 1-1 jafntefli við Leeds á heimavelli í kvöld.

„Ég veit að það eru margir pirraðir og staðan ætti að vera betri. Við erum þó þar sem við erum og höfum verið í dágóðan tíma. Það er pirringur allra," sagði Bruce.

„Ég nefndi aldrei metnað eða neitt slíkt, ég er að nefna staðreyndir - við erum hér. Pirringurinn tengist því að vilja ekki vera á þessum stað."

„Við viljum vera á meðal stóru liðanna og keppa í efri hluta deildarinnar en því miður þá er það ekki hægt, er það?"
Athugasemdir
banner
banner
banner