Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   sun 17. september 2023 11:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Ingvars í tékknesku úrvalsdeildina?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson verður samningslaus hjá Breiðabliki eftir mánuð. Hann hefur undanfarna mánuði mátt ræða við önnur félög ef þau félög láta fyrst Breiðablik vita.

Í þættinum Gula spjaldið sem Albert Brynjar Ingason heldur úti var vinstri bakvörðurinn sagður á óskalista Vals og KR.

Davíð er 24 ára og hefur verið í Breiðabliki síðan 2014 þegar hann kom frá FH. Á þessu tímabili hefur hann verið annar kostur í vinstri bakvörðinn á eftir Andra Rafni Yeoman sem hefur byrjað fleiri leiki í þeirri stöðu.

„Hann er líka að skoða sig um erlendis, það er hans fyrsti kostur," sagði Albert. Davíð var í landsleikjahléinu að skoða aðstæður hjá tékkneska félaginu Ceske Budejovice sem er í efstu deild þar í landi.

Glugginn í Tékklandi er lokaður en opnar aftur eftir áramót. Líklegasta sviðsmyndin samkvæmt heimildum Fótbolta.net er því að Davíð framlengi við Breiðablik um tvo mánuði og klári riðlakeppnina í Sambandsdeildinni með liðinu. Í kjölfarið getur hann svo farið annað á frjálsri sölu.

Hann hefur áður verið orðaður við erlend félög. Aberdeen í Skotlandi, Örebro í Svíþjóð og Haugasund í Noregi svo eitthvað sé nefnt.


Athugasemdir
banner
banner
banner