Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Sjö mörk í fyrsta sigri Roma - Dybala gerði tvö
Paulo Dybala skoraði tvö fyrir Roma
Paulo Dybala skoraði tvö fyrir Roma
Mynd: EPA
Fiorentina lagði Atalanta
Fiorentina lagði Atalanta
Mynd: EPA
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma unnu sinn fyrsta leik í Seríu A á þessu tímabili er liðið kjöldró Empoli, 7-0, í Róm.

Argentínumaðurinn Paulo Dybala skoraði tvívegis fyrir Rómverja, fyrra markið úr vítaspyrnu á 2. mínútu og það síðara snemma í seinni hálfleik.

Renato Sanches og Romelu Lukaku komust einnig á blað en þetta voru fyrstu mörk þeirra fyrir félagið. Lukaku, Bryan Cristante og Gianluca Mancini skoruðu þrjú mörk á sex mínútum á lokakafla leiksins.

Roma er með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Fiorentina vann þá Atalanta, 3-2, í fjörugum leik. Christian Kouame skoraði sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var eftir en Fiorentina er í 7. sæti með 7 stig.

Nýliðar Frosinone unnu þá 4-2 endurkomusigur á Sassuolo en liðið lenti tveimur mörkum undir áður en Walid Cheddira skoraði mikilvægt mark úr vítaspyrnu undir lok hálfleiksins.

Luca Mazzitelli skoraði tvö á sex mínútum áður en Paul Lirola gerði út um leikinn í lok leiks. Frosinone er með 7 stig úr fyrstu fjórum leikjunum.

Úrslit og markaskorarar:

Cagliari 0 - 0 Udinese
Rautt spjald: Mateusz Wieteska, Cagliari ('90)

Frosinone 4 - 2 Sassuolo
0-1 Andrea Pinamonti ('7 )
0-2 Andrea Pinamonti ('24 )
1-2 Walid Cheddira ('45 , víti)
2-2 Luca Mazzitelli ('70 )
3-2 Luca Mazzitelli ('76 )
4-2 Pol Lirola ('90 )

Monza 1 - 1 Lecce
0-1 Nikola Krstovic ('3 , víti)
1-1 Andrea Colpani ('24 )
Rautt spjald: ,Federico Baschirotto, Lecce ('55)Luca Caldirola, Monza ('85)

Fiorentina 3 - 2 Atalanta
0-1 Teun Koopmeiners ('20 )
1-1 Giacomo Bonaventura ('35 )
2-1 Lucas Martinez ('45 )
2-2 Ademola Lookman ('53 )
3-2 Christian Kouame ('76 )

Roma 7 - 0 Empoli
1-0 Paulo Dybala ('2 , víti)
2-0 Renato Sanches ('8 )
3-0 Alberto Grassi ('35 , sjálfsmark)
4-0 Paulo Dybala ('55 )
5-0 Bryan Cristante ('80 )
6-0 Romelu Lukaku ('82 )
7-0 Gianluca Mancini ('86 )
Athugasemdir
banner
banner