Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 17. september 2023 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Pétur léttur eftir leik: Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta erfitt. FH er gott lið og spilar skemmtilegan fótbolta. Mér fannst við vera í basli með þær í fyrri hálfleik en við löguðum það í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag.

„Við spiluðum mjög góðan leik í seinni hálfleik."

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur hafa verið að spila mikið að undanförnu en þær eru orðnar Íslandsmeistarar. Hvernig er að gíra sig í þessa deildarleiki sem eftir eru?

„Mér fannst þetta allt annað í dag en á móti Stjörnunni. Þetta var öðruvísi í dag."

Það var vel mætt á völlinn í dag. „Ég ætla að þakka kærlega fyrir alla þessa mætingu, þetta er frábært að sjá. Vonandi getum við fyllt stúkuna alveg á Evrópuleiknum næst."

FH stóð heiðursvörð fyrir Valsliðið fyrir leikinn. „Þau meira að segja gáfu mér blóm líka. Það er frábært hjá þeim."

Svara ekki svona spurningum á Íslandi
Það hafa heyrst sögur þess efnis að Pétur sé á sínu síðasta tímabili með Val en hann vill ekki tjá sig um sína framtíð að svo stöddu. Hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla með félaginu núna.

„Ef þú hefðir verið í Albaníu, þá hefði ég svarað þér. Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi," sagði Pétur léttur en Valur tók nýverið þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar í Albaníu og vann þar sinn riðil. Liðið mætir St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppnina.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Pétur ræðir meðal annars um einvígið sem er framundan í Evrópukeppninni.
Athugasemdir
banner