Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   sun 17. september 2023 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Pétur léttur eftir leik: Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta erfitt. FH er gott lið og spilar skemmtilegan fótbolta. Mér fannst við vera í basli með þær í fyrri hálfleik en við löguðum það í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag.

„Við spiluðum mjög góðan leik í seinni hálfleik."

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur hafa verið að spila mikið að undanförnu en þær eru orðnar Íslandsmeistarar. Hvernig er að gíra sig í þessa deildarleiki sem eftir eru?

„Mér fannst þetta allt annað í dag en á móti Stjörnunni. Þetta var öðruvísi í dag."

Það var vel mætt á völlinn í dag. „Ég ætla að þakka kærlega fyrir alla þessa mætingu, þetta er frábært að sjá. Vonandi getum við fyllt stúkuna alveg á Evrópuleiknum næst."

FH stóð heiðursvörð fyrir Valsliðið fyrir leikinn. „Þau meira að segja gáfu mér blóm líka. Það er frábært hjá þeim."

Svara ekki svona spurningum á Íslandi
Það hafa heyrst sögur þess efnis að Pétur sé á sínu síðasta tímabili með Val en hann vill ekki tjá sig um sína framtíð að svo stöddu. Hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla með félaginu núna.

„Ef þú hefðir verið í Albaníu, þá hefði ég svarað þér. Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi," sagði Pétur léttur en Valur tók nýverið þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar í Albaníu og vann þar sinn riðil. Liðið mætir St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppnina.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Pétur ræðir meðal annars um einvígið sem er framundan í Evrópukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner