Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
banner
   sun 17. september 2023 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Pétur léttur eftir leik: Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta erfitt. FH er gott lið og spilar skemmtilegan fótbolta. Mér fannst við vera í basli með þær í fyrri hálfleik en við löguðum það í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag.

„Við spiluðum mjög góðan leik í seinni hálfleik."

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur hafa verið að spila mikið að undanförnu en þær eru orðnar Íslandsmeistarar. Hvernig er að gíra sig í þessa deildarleiki sem eftir eru?

„Mér fannst þetta allt annað í dag en á móti Stjörnunni. Þetta var öðruvísi í dag."

Það var vel mætt á völlinn í dag. „Ég ætla að þakka kærlega fyrir alla þessa mætingu, þetta er frábært að sjá. Vonandi getum við fyllt stúkuna alveg á Evrópuleiknum næst."

FH stóð heiðursvörð fyrir Valsliðið fyrir leikinn. „Þau meira að segja gáfu mér blóm líka. Það er frábært hjá þeim."

Svara ekki svona spurningum á Íslandi
Það hafa heyrst sögur þess efnis að Pétur sé á sínu síðasta tímabili með Val en hann vill ekki tjá sig um sína framtíð að svo stöddu. Hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla með félaginu núna.

„Ef þú hefðir verið í Albaníu, þá hefði ég svarað þér. Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi," sagði Pétur léttur en Valur tók nýverið þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar í Albaníu og vann þar sinn riðil. Liðið mætir St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppnina.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Pétur ræðir meðal annars um einvígið sem er framundan í Evrópukeppninni.
Athugasemdir
banner