Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Enginn hjá Mirror spáir Man Utd sigri
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United hefur aðeins unnið tvo leiki í fyrstu átta umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Liverpool á Old Trafford á sunnudag.

Liverpool trónir á toppi deildarinnar með fullt hús og flestir búast við útisigri.

Fótboltafréttamenn Mirror spá í spilin fyrir komandi leik en enginn af þeim sjö sem tóku þátt spá United sigri, einn spáir jafntefli í leiknum.

„Þegar leikir í öllum keppnum eru skoðaðir hefur United unnið þrettán og tapað aðeins tveimur af átján leikjum gegn Liverpool á Old Trafford. Þetta gæti verið dagurinn þar sem Liverpool missir af sínum fyrstu stigum á tímabilinu," segir Mike Walters sem spáir 1-1 jafntefli.

Steve Bates spáir öruggum 3-0 útisigri Liverpool og segir að United sé á stórslysasvæði.

„United vantar gæði, sköpunarmátt og stefnu. Það er ekki betri tími fyrir Liverpool að fara á Old Trafford," segir Bates.

John Cross, íþróttastjóri Mirror, er á sömu nótum og spáir 1-3.

„Ég man ekki eftir því að vera svona viss um það fyrir slag þessara liða að annað þeirra muni vinna, og vinna sannfærandi. Það er ekki hægt að sjá neina aðra útkomu en sigur Liverpool," segir Cross.

Hvernig spáir þú?
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner