Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   þri 17. nóvember 2015 22:45
Magnús Már Einarsson
Zilina
Oliver: Þeir skoruðu ljót mörk
LG
Borgun
Oliver á æfingu með U21 árs landsliðinu.
Oliver á æfingu með U21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svekkjandi að tapa þessum leik en þetta er frábær upplifun fyrir mig að spila fyrsta landsleikinn. Þetta er eitthvað sem ég er búinn að stefna að allt mitt líf og þegar lífstíðarmarkmið næst verður maður að njóta augnabliksins. Mér fannst ég gera það nokkuð fínt þessar fáu mínútur sem ég fékk og ég er mjög þakklátur fyrir þær," sagði Oliver Sigurjónsson miðjumaður Breiðabliks sem spilaði sinn fyrsta landsleik í 3-1 tapi gegn Slóvakíu í kvöld er hann kom inná í lokin.

Lestu um leikinn: Slóvakía U21 3 -  1 Ísland

„Við vorum með leikinn alveg undir okkar stjórn þar til þeir skora og eftir það snýst leikurinn algjörlega við. Þeir skora frekar ljót mörk að mínu mati og þannig komast þeir inn í leikinn og þá verða þeir betri eftir að þeir klára. En það er eitthvað sem við verðum að halda áfram að vinna í að halda stöðugleika. Þetta var fínn leikur svosem fram að fyrsta markinu þeirra."

„Ég er mjög þakklátur fyrir að fá þessa viku með landsliðinu. Það er gaman að sjá hvernig þeir vinna, það er frábrugðið frá U21 árs liðinu. Rosalega gaman og eitthvað sem maður stefnir á áfram. Ég er aðeins búinn að fá nasaþefinn af þessu núna og þá er bara að halda áfram."


Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan þar sem hann segir að hann fari beint til Þýskalands á reynslu eftir þessa ferð.
Athugasemdir
banner