Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Birkir skoraði eftir stoðsendingu Mikaels
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Íslands og Moldóvu, lokaleik Íslands í undanriðlinum fyrir EM 2020.

Ljóst var fyrir leikinn að Ísland væri ekki á leiðinni beint áfram úr riðlinum, heldur á leiðinni í umspil í mars.

Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir Ísland. Eina mark fyrri hálfleiks skoraði Birkir Bjarnason, hans 13. landsliðsmark.

Markið var afskaplega flott. Það var spilað frá aftasta manni, Birkir tók þríhyrning við Ara Freyr Skúlason og kom svo boltanum á Mikael Anderson. Mikael gerði vel og kom boltanum aftur á Birkir, sem kláraði færið mjög vel.

Markið má sjá á vefsíðu RÚV hérna.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner