Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. janúar 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pukki sá þriðji til að vera valinn íþróttamaður ársins
Mynd: Getty Images
Finnski sóknarmaðurinn Teemu Pukki var kjörinn íþróttamaður ársins í Finnlandi.

Pukki er 29 ára og skoraði 10 mörk í 10 landsleikjum í fyrra. Hann hjálpaði Finnum þannig að tryggja sig á EM 2020, sem verður í fyrsta sinn sem Finnland fer á stórmót í knattspyrnu.

Pukki er lykilmaður í liði Norwich sem vann Championship deildina í fyrra og er í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar sem stendur. Þar er Pukki búinn að skora 9 mörk í 21 leik.

Pukki er aðeins þriðji finnski knattspyrnumaðurinn sem er kjörinn sem íþróttamaður ársins. Jari Litmanen var fyrstur árið 1995 og svo var Sami Hyypia valinn bestur 2001.

Skíðamaðurinn Iivo Niskanen var íþróttamaður ársins 2014, 2017 og 2018 og þá var spjótkastarinn Tero Pitkämäki bestur 2013 og 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner