Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
   lau 18. janúar 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Cornet á leið í læknisskoðun hjá Genoa
Mynd: Getty Images
Fílabeinsstrendingurinn Maxwel Cornet er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Genoa en hann er að ganga í raðir félagsins frá West Ham á Englandi.

Cornet er 28 ára gamall vinstri bakvörður sem eyddi fyrri hluta tímabilsins á láni hjá Southampton.

Hann hafði ekki spilað í þrjá mánuði með nýliðunum áður en West Ham ákvað að kalla hann til baka.

Sky Sports segir að Cornet sé nú við það að ganga í raðir Genoa á láni út tímabili. Hann er á leið í læknisskoðun og mun í kjölfarið krota undir samninginn.

Franska félagið Lens skoðaði möguleikann á því að fá Cornet í glugganum en Genoa hafði betur í baráttunni.
Athugasemdir
banner
banner