Gallagher, Ferguson, Osimhen, Harrison, Ratcliffe, Aguero og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 18. apríl 2018 17:15
Elvar Geir Magnússon
Hin hliðin - Davíð Kristján Ólafsson
Davíð í leik í Kórnum.
Davíð í leik í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Breiðabliki er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina. Bakvörðurinn Davíð Kristján stígur á svið fyrir hönd Breiðabliks.

Fullt nafn: Davíð Kristján Ólafsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Hef aldrei þannig séð lent á neinu slæmu.

Aldur: Fæddur 1995, 22 ára.

Hjúskaparstaða: Einhleypur.

Aldur: 17 ára.

Uppáhalds drykkur: Blár Gatorade.

Uppáhalds matsölustaður: Bombay bazaar.

Hvernig bíl áttu: Golf R-line.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders.

Uppáhalds tónlistarmaður: Dave East.

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter.

Skemmtilegasti vinur þinn á Spapchat: Guðmundur Böðvar sendir bara skemmtileg snöp.

Hvað viltu í bragðarefinn: Mars, Snickers og karmellu sósu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Davíð, tíminn þinn er kl. 9:40 á morgun (15.03).
Vinsamlegast athugið að gjald er rukkað ef ekki er mætt né afbókað í síma 571 9110 með dags fyrirvara.
Kveðja,
Kírópraktorstöð Reykjavíkur

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sem kemur upp i huga.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hef ekkert mætt einhverjum stórstjörnum. Var á bekknum þegar við spiluðum við Frakka úti með u21.. Þá var miðjan: Rabiot, Bakayoko og Tolisso, það var frekar tryllt að sjá þá spila.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Mér fannst pirrandi að mæta Aroni Bjarna þegar hann var í ÍBV.

Sætasti sigurinn: Þegar við í A2 unnum HK1 í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki.

Mestu vonbrigðin: Þegar við náðum ekki að vinna Fjölni heima í seinasta leiknum um Evrópusætið.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Steinþór í KA.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Stækka Laugardalsvöllinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Albert Guðmundsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þórður Steinar í Kórdrengjunum.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kolbeinn Þórðarson.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Elvar Ingi jarðaði Oliver á Kópavogsvelli. Það var mjög fyndið.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fer í sturtu.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi á finals í NBA.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Þýsku í menntaskóla.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gísla Eyjólfs, Arnþór Ara og Viktor Margeirs. Engin spurning.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er oftast í 2 sokkapörum daglega, er að reyna hætta því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner