Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
   sun 18. maí 2014 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Árni Vill: Ánægður að hafa potað honum inn
Árni skoraði frábært mark í kvöld.
Árni skoraði frábært mark í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, var ósáttur með 2-2 jafntefli liðsins gegn nýliðum Fjölnis í Pepsi deildinni í kvöld á Kópavogsvelli.

Árni segist þó hafa séð batamerki í spilamennskunni og vonar að það haldi áfram.

„Við erum ósáttir með að taka ekki þrjú stigin, en effortið var fínt og við börðumst allan leikinn, og sýndum meira líf og baráttu en í síðustu leikjum. Við fáum eitt stig og það er betra en ekki neitt, en fyrst og fremst er ég sáttur með að við berjumst töluvert betur í dag en við höfum verið að gera,“ sagði Árni við Fótbolta.net.

„Þetta Fjölnislið er gott lið, þeir eru baráttuglaðir og fara áfram á því, og þeir eru með flotta menn innanborðs sem geta gert ýmislegt með boltann. Þeir eru bara flott lið en mér finnst við eigum að geta klárað þetta, komumst tvisvar yfir og við eigum að geta klárað svona leiki.“

Árni skoraði algert draumamark þegar hann kom Blikum í 1-0 með frábæru skoti utan teigs í fyrri hálfleiknum. Hann var sáttur með að skora, og nýtti tækifærið til að hrósa liðsfélaga sínum Elvari Páli Sigurðssyni.

„Ég er nú yfirleitt bara ánægður þegar ég smelli honum inn. Þetta er byrjunin bara og maður verður að halda áfram þessu striki. Ég er bara þakklátur, ég hefði ekki getað þetta ef ég hefði ekki fengið þessar sendingar inn í og er með Elvar þarna frammi með mér, sem var að vinna mikla vinnu og opna svæði fyrir mig, hann á hrós skilið fyrir þennan leik. Annars er ég bara ánægður með að hafa potað honum inn og ég held þessu vonandi áfram,“ sagði Árni, sem hefur trú á því að Blikar geti snúið gengi sínu við.

„Ég hef bara 100 prósent trú á því. Við erum flottir karakterar í þessu liði, með góða þjálfara og hópurinn og staffið í kringum þetta lið, við getum snúið þessu við. Það er sem betur fer stutt í næsta leik og við reynum að gera betur þar en í dag,“ sagði Árni.

Hann segir að það sé engin afsökun fyrir spilamennsku liðsins að þjálfarinn Ólafur Kristjánsson sé á leið til Nordsjælland í Danmörku um mánaðamótin og segir hann leikmenn ekkert vera að pæla í því.

„Ekki neitt, ekki neitt. Við pælum ekkert í því og höfum ekkert pælt í því. Það kemur alltaf upp svona umræða þegar liðum gengur ekki vel, en þetta skiptir okkur engu máli. Við erum búnir að vera með Óla lengi og þekkjum Gumma vel, þetta skiptir engu máli. Ég hef ekki verið alinn upp til að vera með afsakanir og mun ekki gera það,“ sagði Árni.
Athugasemdir
banner
banner
banner