Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   sun 18. maí 2014 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Árni Vill: Ánægður að hafa potað honum inn
Árni skoraði frábært mark í kvöld.
Árni skoraði frábært mark í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, var ósáttur með 2-2 jafntefli liðsins gegn nýliðum Fjölnis í Pepsi deildinni í kvöld á Kópavogsvelli.

Árni segist þó hafa séð batamerki í spilamennskunni og vonar að það haldi áfram.

„Við erum ósáttir með að taka ekki þrjú stigin, en effortið var fínt og við börðumst allan leikinn, og sýndum meira líf og baráttu en í síðustu leikjum. Við fáum eitt stig og það er betra en ekki neitt, en fyrst og fremst er ég sáttur með að við berjumst töluvert betur í dag en við höfum verið að gera,“ sagði Árni við Fótbolta.net.

„Þetta Fjölnislið er gott lið, þeir eru baráttuglaðir og fara áfram á því, og þeir eru með flotta menn innanborðs sem geta gert ýmislegt með boltann. Þeir eru bara flott lið en mér finnst við eigum að geta klárað þetta, komumst tvisvar yfir og við eigum að geta klárað svona leiki.“

Árni skoraði algert draumamark þegar hann kom Blikum í 1-0 með frábæru skoti utan teigs í fyrri hálfleiknum. Hann var sáttur með að skora, og nýtti tækifærið til að hrósa liðsfélaga sínum Elvari Páli Sigurðssyni.

„Ég er nú yfirleitt bara ánægður þegar ég smelli honum inn. Þetta er byrjunin bara og maður verður að halda áfram þessu striki. Ég er bara þakklátur, ég hefði ekki getað þetta ef ég hefði ekki fengið þessar sendingar inn í og er með Elvar þarna frammi með mér, sem var að vinna mikla vinnu og opna svæði fyrir mig, hann á hrós skilið fyrir þennan leik. Annars er ég bara ánægður með að hafa potað honum inn og ég held þessu vonandi áfram,“ sagði Árni, sem hefur trú á því að Blikar geti snúið gengi sínu við.

„Ég hef bara 100 prósent trú á því. Við erum flottir karakterar í þessu liði, með góða þjálfara og hópurinn og staffið í kringum þetta lið, við getum snúið þessu við. Það er sem betur fer stutt í næsta leik og við reynum að gera betur þar en í dag,“ sagði Árni.

Hann segir að það sé engin afsökun fyrir spilamennsku liðsins að þjálfarinn Ólafur Kristjánsson sé á leið til Nordsjælland í Danmörku um mánaðamótin og segir hann leikmenn ekkert vera að pæla í því.

„Ekki neitt, ekki neitt. Við pælum ekkert í því og höfum ekkert pælt í því. Það kemur alltaf upp svona umræða þegar liðum gengur ekki vel, en þetta skiptir okkur engu máli. Við erum búnir að vera með Óla lengi og þekkjum Gumma vel, þetta skiptir engu máli. Ég hef ekki verið alinn upp til að vera með afsakanir og mun ekki gera það,“ sagði Árni.
Athugasemdir
banner