Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 18. maí 2014 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Árni Vill: Ánægður að hafa potað honum inn
Árni skoraði frábært mark í kvöld.
Árni skoraði frábært mark í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, var ósáttur með 2-2 jafntefli liðsins gegn nýliðum Fjölnis í Pepsi deildinni í kvöld á Kópavogsvelli.

Árni segist þó hafa séð batamerki í spilamennskunni og vonar að það haldi áfram.

„Við erum ósáttir með að taka ekki þrjú stigin, en effortið var fínt og við börðumst allan leikinn, og sýndum meira líf og baráttu en í síðustu leikjum. Við fáum eitt stig og það er betra en ekki neitt, en fyrst og fremst er ég sáttur með að við berjumst töluvert betur í dag en við höfum verið að gera,“ sagði Árni við Fótbolta.net.

„Þetta Fjölnislið er gott lið, þeir eru baráttuglaðir og fara áfram á því, og þeir eru með flotta menn innanborðs sem geta gert ýmislegt með boltann. Þeir eru bara flott lið en mér finnst við eigum að geta klárað þetta, komumst tvisvar yfir og við eigum að geta klárað svona leiki.“

Árni skoraði algert draumamark þegar hann kom Blikum í 1-0 með frábæru skoti utan teigs í fyrri hálfleiknum. Hann var sáttur með að skora, og nýtti tækifærið til að hrósa liðsfélaga sínum Elvari Páli Sigurðssyni.

„Ég er nú yfirleitt bara ánægður þegar ég smelli honum inn. Þetta er byrjunin bara og maður verður að halda áfram þessu striki. Ég er bara þakklátur, ég hefði ekki getað þetta ef ég hefði ekki fengið þessar sendingar inn í og er með Elvar þarna frammi með mér, sem var að vinna mikla vinnu og opna svæði fyrir mig, hann á hrós skilið fyrir þennan leik. Annars er ég bara ánægður með að hafa potað honum inn og ég held þessu vonandi áfram,“ sagði Árni, sem hefur trú á því að Blikar geti snúið gengi sínu við.

„Ég hef bara 100 prósent trú á því. Við erum flottir karakterar í þessu liði, með góða þjálfara og hópurinn og staffið í kringum þetta lið, við getum snúið þessu við. Það er sem betur fer stutt í næsta leik og við reynum að gera betur þar en í dag,“ sagði Árni.

Hann segir að það sé engin afsökun fyrir spilamennsku liðsins að þjálfarinn Ólafur Kristjánsson sé á leið til Nordsjælland í Danmörku um mánaðamótin og segir hann leikmenn ekkert vera að pæla í því.

„Ekki neitt, ekki neitt. Við pælum ekkert í því og höfum ekkert pælt í því. Það kemur alltaf upp svona umræða þegar liðum gengur ekki vel, en þetta skiptir okkur engu máli. Við erum búnir að vera með Óla lengi og þekkjum Gumma vel, þetta skiptir engu máli. Ég hef ekki verið alinn upp til að vera með afsakanir og mun ekki gera það,“ sagði Árni.
Athugasemdir
banner