Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. maí 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Palli fór yfir skiptin 2009 - „Vægt til orða tekið var ég náttúrulega rekinn frá Val"
Ólafur Páll í leik með Val
Ólafur Páll í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Matthías Guðmunds
Matthías Guðmunds
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Óli Palli fagnar marki með FH.
Óli Palli fagnar marki með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Jóhann Skúli Jónsson og Orri Eiríksson halda úti hlaðvarpsþættinum Svona var sumarið sem kafar ofan í hvert fótboltasumarið á fætur öðru. Þeir félagar byrjuðu árið 1992 og fjölluðu síðast um sumarið 2011.

Í þættinum sem fjallað um sumarið 2009 var rætt við þá Matthías Guðmundsson og Ólaf Pál Snorrason sem skiptu um félög það sumarið. Matthías fór úr FH og í Val á meðan Ólafur Páll fór í hina áttina, úr Val í FH.

„Ég er búinn að setja punkt fyrir aftan Val og vil helst gleyma þessum tíma fyrst að þetta fór svona," sagði Óli Palli við Fótbolta.net á sínum tíma.

Sjá einnig:
Ólafur Páll í FH - Matthías Guðmundsson í Val (Staðfest)
Ólafur Páll: Ég er búinn að setja punkt fyrir aftan Val

Í þættinum var fyrst rætt við Matthías. „Tímabilið 2009 átti að vera mitt ár og það leit þannig út í fyrra en svo datt Valur inn. Þegar Valur kallaði þá vorum við í FH búnir að vinna þetta mót. Þetta varð þá klisjan, Valur - fara heim og ég skrifa undir þriggja ára samning," sagði Matthías sem var að verða samningslaus um haustið. Hann hafði ætlað sér stóra hluti um sumarið. Hann varð fyrir því óláni að fá kampýlóbakter á undirbúningstímabilinu sem setti strik í reikninginn.

Í kjölfarið var svo rætt við Óla Palla sem hafði gengið í raðir Vals frá Fjölni fyrir tímabilið. Sama sumar, skömmu áður en skiptin urðu, var Willum Þór Þórsson látinn fara sem þjálfari Vals og Atli Eðvaldsson heitinn var ráðinn.

„Willum var sá þjálfari sem fékk mig til klúbbsins og það var mjög vont fyrir mig á þeim tíma að missa hann út. Fyrir mitt leyti var það kolröng ákvörðun að reka Willum. Það er ekki alltaf þannig, þó að það gangi illa, að það sé alltaf þjálfaranum að kenna. Í minningunni hefðum við sem hópur getað gert betur."

„Ég og Matti vorum á þessum tíma búnir að þekkjast í 10-15 ár. Hann flytur í Grafarvoginn þegar hann er 15-16 ára og var í raun og veru sá sem fékk mig í Val árið 1998. Hann kom og sótti mig, fórum í strætó og á æfingar hjá Val. Ég var eitthvað hálfmeiddur, kom hálfmeiddur inn á í leik þar sem Toggi [Þorgrímur Þráinsson] var að þjálfa. Atli var uppí stúku, mig minnir að ég hafi þurft að fara útaf eftir að hafa komið inná, þá stimplaði Atli heitinn mig bara út."

„Ég fæ 3-4 dögum seinna símtal frá Ása Arnars, þá þjálfara Fjölnis, og þá í rauninni tilkynnti hann mér að hann sé búinn að fá leyfi fyrir því að ræða við mig. Þá veit ég sjálfur ekki neitt. Vægt til orða tekið þá var ég náttúrulega rekinn frá Val á þessum tíma. Á endanum var það frábært fyrir mig."

„Ég hringdi bara í Matta, því við vorum góðir félagar og spurði hann hvað honum finndist. Við eiginlega kokkuðum þetta bara saman. 'Ert þú ekki sáttur við að fara þangað?' og 'ég er sáttur við að fara þangað'. Við Matti ræddum saman í þessu ferli eftir að Ási hringdi í mig. Það voru einhver lið orðuð við mig en ég ætlaði alltaf að halda bara út hjá Val. Mig langaði ekkert endilega að fara í Fjölni eða þau lið sem voru orðuð við mig."

„Svo hringdi Heimir og þá er hann í rauninni að skera mig úr snörunni, úr þessu erfiða andrúmslofti sem var orðið á Hlíðarenda á þessum tíma. Ég er Heimi þakklátur fyrir að hafa fengið mig til baka. Það var þannig að ég var ekki í hóp í 2-3 síðustu leikjum Vals fyrir skiptin, skrifa undir samning rétt fyrir miðnætti við FH og Heimir hrigndi og sagði mér að mæta klukkan fimm næsta dag því það væri leikur. Ég fór beint í hópinn, spilaði hálftíma í fyrsta leik og var svo kominn inn í liðið eftir það,"
sagði Óli Palli.

FH varð Íslandsmeistari um haustið.


Athugasemdir
banner
banner