Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 18. maí 2025 20:59
Brynjar Óli Ágústsson
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það gekk í rauninni allt upp sem við lögðum upp með og frammistaðan góð og auðvitað gaman að spila við svona skemmtilegar aðstæður.'' segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavík, eftir 2-4 sigur gegn Þrótt í 3. umferð Lengjudeildarinnar


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Grindavík

Gunnar dómari leiksins sparaði alls ekki spjöldin fyrir þennan leik. Haraldur fékk gult og tveir leikmenn Grindavík fengu rauð spjöld.

„Það var eitt atvik þar sem ég lét bara illa og átti bara skilið gult og bað Gunnari afsökun á því bara strax í hálfleik. Svo fáum við tvö rauð, ég sá ekki seinni gula spjaldið á Adam, mér er sagt að það hafi verið rétt. Ég ætla ekki að fara þræta yfir spjaldið á Sölva alveg í blá lokin, þetta var bara rautt þetta var ljót tækling,''

Sölvi hafði spilað fínan leik eftir hann kom inn á á 66. mínútu, en var með hrottalega tæklingu rétt fyrir lok leiksins.

„Sölvi veit bara nákvæmlega upp á sig sökina. Ég bara spyr hann og hann segir bara satt og svo fer hann í leikbann og þannig er staðan.''

Grindavík sigraði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í dag.

„Gríðarlega mikilvægt, þetta gefur okur trú. Við spiluðum mikið af góðum leikjum í vetur. Fyrsti sigurinn í deildinni er alltaf ofboðslega mikilvægur og það er vont að bíða lengi eftir honum,''

„Mér líður bara frábærlega í Grindavík. Við erum búnir að vera að þarna, spiluðum fyrsta leikinn þarna í daginn og völlurinn er frábær og aðstæðan er frábær. Ég hlakka alltaf til að mæta á heimavellinum.'' segir Haraldur í lokinn.


Athugasemdir
banner
banner