
„Það gekk í rauninni allt upp sem við lögðum upp með og frammistaðan góð og auðvitað gaman að spila við svona skemmtilegar aðstæður.'' segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavík, eftir 2-4 sigur gegn Þrótt í 3. umferð Lengjudeildarinnar
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 4 Grindavík
Gunnar dómari leiksins sparaði alls ekki spjöldin fyrir þennan leik. Haraldur fékk gult og tveir leikmenn Grindavík fengu rauð spjöld.
„Það var eitt atvik þar sem ég lét bara illa og átti bara skilið gult og bað Gunnari afsökun á því bara strax í hálfleik. Svo fáum við tvö rauð, ég sá ekki seinni gula spjaldið á Adam, mér er sagt að það hafi verið rétt. Ég ætla ekki að fara þræta yfir spjaldið á Sölva alveg í blá lokin, þetta var bara rautt þetta var ljót tækling,''
Sölvi hafði spilað fínan leik eftir hann kom inn á á 66. mínútu, en var með hrottalega tæklingu rétt fyrir lok leiksins.
„Sölvi veit bara nákvæmlega upp á sig sökina. Ég bara spyr hann og hann segir bara satt og svo fer hann í leikbann og þannig er staðan.''
Grindavík sigraði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í dag.
„Gríðarlega mikilvægt, þetta gefur okur trú. Við spiluðum mikið af góðum leikjum í vetur. Fyrsti sigurinn í deildinni er alltaf ofboðslega mikilvægur og það er vont að bíða lengi eftir honum,''
„Mér líður bara frábærlega í Grindavík. Við erum búnir að vera að þarna, spiluðum fyrsta leikinn þarna í daginn og völlurinn er frábær og aðstæðan er frábær. Ég hlakka alltaf til að mæta á heimavellinum.'' segir Haraldur í lokinn.