Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 18. maí 2025 21:23
Brynjar Óli Ágústsson
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mjög sárt, mér fannst við spila bara miklu betur en andstæðingurinn. En þeir skoruðu fleiri mörk en við.'' segir Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þrótt, eftir 2-4 tap gegn Grindavík í 3. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Grindavík

Þróttur voru yfir í nánast öllum tölfræðilegum liðum nema mörkum.

„Þetta er kannski nafn leiksins, það þarf að koma boltanum í markið og nýta þessar stöður sem við fáum. Náum ekki að skora nema tvisvar sinnum og þeir voru annaðhvort hepppnir eða mjög klókir að nýta sér sín fáu færi snúa þessumn leik. Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru, mér leið bara eins og við vorum betri á öllum sviðum allan tíma. Þetta voru ekki það margar skyndisóknir hjá Grindavík,''

Heldurðu að þetta sé vont fyrir mannskapinn, svona leikur þar sem þið standið ykkur miklu betur, en fáið á ykkur mikið af mörkum?

„Nei, eins og ég var að segja við þá í klefa, þessi frammistaða verðskuldaði sigur að mínu mati. Við spiluðum mjög vel, menn voru að fara eftir plani og allir voru að gefa allt í þetta,''

Gunnar dæmdi ekki víti fyrir Þrótt þegar leikmaður Grindavík fær boltann í hendina inn í sínum eigin teig.

„Þeir bara dæma og ég læt þá bara um það. Ég eflaust hefði viljað fá víti þar og hefði viljað fá víti þegar var brotið á okkar mann inn í teig og þeir bruna upp og skora. Ég hefði líka viljað að við hefðum verið klókari að skora úr okkar færum,'' segir Venni.


Athugasemdir
banner