Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
   sun 18. maí 2025 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hélt hreinu í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ÍBV í Eyjum í dag. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var jákvæður þegar hann spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 KA

„Ég er jákvæður, virkilega ánægður með hugarfarið í liðinu og ánægður með varnarleikinn. Það er það sem við höfum verið að vandræðast með, við settumst niður og töluðum saman og mér fannst ég fá gott svar í dag," sagði Haddi.

„Við byrjuðum líka svona illa í fyrra. Það þýðir ekkert annað en að gera það besta í stöðunni, þú lagar ekki tíu hluti í einu, þú einbeitir þér að einum eða tveimur og gerir það vel. Ég hef það mikla trú á leikmönnunum sem við erum með, ég hef fulla trú á því að við náum að snúa þessu við."

Neikvæð umræða hefur skapast í kringum KA liðið eftir slæma byrjun sem Haddi er ekki sáttur við.

„Við erum staðráðnir í að leysa þetta saman. Það er engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að búa til hluti og reyni að ljúga upp á okkur til að fá fyrirsagnir þá höldum við ótrauðir áfram," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner
banner