
Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Boganum í dag.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 4 Keflavík
„Mér fannst þeir gera áhlaup á okkur og nýta það sem þeir fengu í byrjun og við klaufalegir í öllum varnarleik. Alltaf þegar við ætluðum að líta út fyrir að gera áhlaup þá fengum við mark í andlitið," sagði Siggi.
„Þetta er ekki búið að vera líkt okkur, vorum lélegir einn á einn í varnarleik og vorum bakaðir í fyrri hálfleik í baráttu og tempói."
Siggi gerði tvöfalda breytingu í hálfleik. Hann var svekktur að hafa ekki náð að gera betur í seinni hálfleik.
„Svekkjandi að hafa ekki gert enn betur og jafnvel jafnað þennan leik en við gerðum ekki nóg," sagði Siggi.
Athugasemdir