Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
   sun 18. maí 2025 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann sterkan sigur á Þór í Boganum í dag. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  4 Keflavík

„Þetta var skrítinn fótboltaleikur, við vorum mjög öflugir í fyrri hálfleik og gerðum fjögur góð mörk. Við vissum að þetta er aldrei búið hérna inni, þeir geta komist inn í leikinn í seinni hálfleik sem var raunin. Þeir ná að minnka muninn og við missum mann út af. Ég viðurkenni að það fór aðeins um mig um tíma," sagði Haraldur.

Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiksins.

„Voðalega lítið í þessu. Ef hann sér að þetta sé svo gróft að hann þurfi að veifa seinna gula þá er það bara þannig," sagði Haraldur.

Haraldur var ánægður með Gabríel Aron Sævarsson sem skoraði þrennu í dag.

„Hrikalega efnilgur strákur. Frábært fyrir hann að skora þrennu í dag, hann á framtíðina fyrir sér," sagði Haraldur.
Athugasemdir
banner