
Keflavík vann sterkan sigur á Þór í Boganum í dag. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 4 Keflavík
„Þetta var skrítinn fótboltaleikur, við vorum mjög öflugir í fyrri hálfleik og gerðum fjögur góð mörk. Við vissum að þetta er aldrei búið hérna inni, þeir geta komist inn í leikinn í seinni hálfleik sem var raunin. Þeir ná að minnka muninn og við missum mann út af. Ég viðurkenni að það fór aðeins um mig um tíma," sagði Haraldur.
Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiksins.
„Voðalega lítið í þessu. Ef hann sér að þetta sé svo gróft að hann þurfi að veifa seinna gula þá er það bara þannig," sagði Haraldur.
Haraldur var ánægður með Gabríel Aron Sævarsson sem skoraði þrennu í dag.
„Hrikalega efnilgur strákur. Frábært fyrir hann að skora þrennu í dag, hann á framtíðina fyrir sér," sagði Haraldur.
Athugasemdir