Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þungt andrúmsloft í vikunni - „Sigurinn var fyrir Awoniyi"
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo, stjóri Nottingham Forest, tileinkaði Taiwo Awoniyi sigur liðsins gegn West Ham í dag.

Awoniyi er á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir. Hann meiddist illa eftir að hafa lent á stönginni í leik gegn Leicester í síðustu umferð.

Það var augljós rangstaða í aðdragandanum en aðstoðardómarinn lét leikinn halda áfram. Mikil umræða hefur skapast um þessa reglu eftir atvikið.

„Vikan hefur verið erfið fyrir alla. Við mættum aftur á æfingasvæðið á miðvikudaginn og það var frekar líflaust. Hann er á batavegi, við óskum honum alls hins besta og þessi sigur var fyrir hann," sagði Espirito Santo.

Athugasemdir
banner
banner