Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði á bekknum þegar Gent tapaði gegn Genk í næst síðustu umferðinni í Belgíu í kvöld.
Liðið tapaði 4-1 en Andri Lucas kom inn á 85. mínútu en þá var staðan orðin 3-1. Þessi úrslit þýða að liðið endar í 6. sæti, liðið er fimm stigum á eftir Antwerp sem er í 5. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildina.
Hjörtur Hermannsson og félagar í Volos eru búnir að bjarga sér frá falli í grísku deildinni. Liðið tapaði 2-0 gegn Athens Kallithea sem er fallið. Hjörtur var í byrjunarliðinu.
FCK vann Randers 4-0 í dönsku deildinni og er með fjögurra stiga forystu á Elías Rafn Ólafsson og félaga í Midtjylland á toppnum. FCK á aðeins einn leik eftir en Midtjylland tvo.
Lech Poznan gerði 2-2 jafntefli gegn Katowice pólsku deildinni. Liðið er á toppnum með eins stigs forystu á Rakow fyrir lokaumferðina. Gísli Gottskálk Þórðarson er leikmaður Poznan en hann er fjarverandi vegna meiðsla.
Athugasemdir