„Þetta var ótrúlega skemmtielgt kvöld. Frábær mæting og geggjaður andi í stúkunni sem hjálpaði okkur klárlega í seinni hálfleiknum. Við vorum ekki með fyrstu 20 mínúturnar í leiknum, KR byrjaði mjög sterkt. Það er mesta hrósið til strákanna að hafa snúið þessu. 2-0 eftir 20 mínútur, einhver lið hefðu gefist upp en það var ekki í dæminu hjá okkur.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-3 sigur á KR í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 4 - 3 KR
Vallarmetið féll í dag en það voru margir sem mættu á leikinn.
„Ég vissi það ekki en frábært. Ég bjóst við því að vallarmetið myndi falla í dag. Frábær upphitun í Hlégarði þar sem Steindi og Dóri sungu nýja lagið sem hlýtur að fara í spilun, það er gott.“
Það var góð stemning og umgjörð í Mosfellsbænum í kvöld og Maggi ýtir undir það.
„Við viljum standa fyrir það að það er gaman að koma á völlinn hérna. Það var enginn svikinn að mæta hérna í kvöld. Skemmtilegur fótboltaleikur og mikil stemning.“
Gerði Magnús ráð fyrir því að þurfa skora fjögur mörk til að vinna KR í kvöld?
„Já það lá augum uppi. Við höfum verið mjög þéttir hérna heima og ekki fengið mark á okkur en þeir eru frábærir sóknarlega. En á sama skapi voru opnanir sem við gátum nýtt okkur á móti. Ég gat allt eins búist við því að þetta yrði markaleikur.“
Hvernig metur Maggi byrjunina á mótinu?
„Hún hefur verið fín. Þegar allir on it og að gera réttu hlutina getum við spilað vel og náð í góð úrslit. En þegar við gefum smá eftir er stutt í tapleikina. Við þurfum að vera einbeittir. Við viljum meira og við þurfum að halda áfram, það er klárt.“
Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir