Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 18. maí 2025 22:32
Sölvi Haraldsson
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Magnús Már.
Magnús Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ótrúlega skemmtielgt kvöld. Frábær mæting og geggjaður andi í stúkunni sem hjálpaði okkur klárlega í seinni hálfleiknum. Við vorum ekki með fyrstu 20 mínúturnar í leiknum, KR byrjaði mjög sterkt. Það er mesta hrósið til strákanna að hafa snúið þessu. 2-0 eftir 20 mínútur, einhver lið hefðu gefist upp en það var ekki í dæminu hjá okkur.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-3 sigur á KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Vallarmetið féll í dag en það voru margir sem mættu á leikinn.

„Ég vissi það ekki en frábært. Ég bjóst við því að vallarmetið myndi falla í dag. Frábær upphitun í Hlégarði þar sem Steindi og Dóri sungu nýja lagið sem hlýtur að fara í spilun, það er gott.“

Það var góð stemning og umgjörð í Mosfellsbænum í kvöld og Maggi ýtir undir það.

„Við viljum standa fyrir það að það er gaman að koma á völlinn hérna. Það var enginn svikinn að mæta hérna í kvöld. Skemmtilegur fótboltaleikur og mikil stemning.“

Gerði Magnús ráð fyrir því að þurfa skora fjögur mörk til að vinna KR í kvöld?

„Já það lá augum uppi. Við höfum verið mjög þéttir hérna heima og ekki fengið mark á okkur en þeir eru frábærir sóknarlega. En á sama skapi voru opnanir sem við gátum nýtt okkur á móti. Ég gat allt eins búist við því að þetta yrði markaleikur.“

Hvernig metur Maggi byrjunina á mótinu?

„Hún hefur verið fín. Þegar allir on it og að gera réttu hlutina getum við spilað vel og náð í góð úrslit. En þegar við gefum smá eftir er stutt í tapleikina. Við þurfum að vera einbeittir. Við viljum meira og við þurfum að halda áfram, það er klárt.“

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner