Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Grindavík sá tvö rauð í sigri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Árni Róbertsson
Adam Árni Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2 - 4 Grindavík
0-1 Ármann Ingi Finnbogason ('12 )
0-2 Breki Þór Hermannsson ('42 , víti)
1-2 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('45 )
1-3 Adam Árni Róbertsson ('69 )
1-4 Breki Þór Hermannsson ('73 )
2-4 Jakob Gunnar Sigurðsson ('90 )
Rautt spjald: ,Adam Árni Róbertsson, Grindavík ('77)Sölvi Snær Ásgeirsson, Grindavík ('97) Lestu um leikinn

Það var nóg um að vera þegar Grindavík lagði Þrótt í Lengjudeildinni í kvöld.

Grindavík náði forystunni snemma leiks þegar Ármann Ingi Finnbogson skoraði laglegt mark. Hann nældi síðan í víti undir lok fyrri hálfleiks og Breki Þór Hermannsson skoraði úr því.

Þrótturum tókst að minnka muninn áður en fyrri hálfleik lauk þegar Eiríkur Þorsteinsson Blöndal skoraði undir lokin.

Boltinn var mikið við vítateiginn hjá Grindavík í seinni hálfleik en Þróttarar náðu ekki að nýta sér það. Adam Árni Róbertsson kom Grindavík í tveggja marka forystu þegar hann skallaði boltann í netið.

Breki Þór Hermannsson innsiglaði sigur Grindavíkur þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Stuttu síðar féekk Adam Árni sitt annað gula spjald og var Grindavík því manni færri restina af leiknum.

Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði sárabótamark fyrir Þrótt undir lokin með skalla. Grindavík varð síðan tveimur mönnum færri síðustu sekúndurnar þegar Sölvi Snær Ásgeirsson fékk að líta rauða spjaldið.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Keflavík 3 2 0 1 7 - 4 +3 6
2.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
3.    Fylkir 3 1 2 0 4 - 2 +2 5
4.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
5.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
6.    Grindavík 3 1 1 1 8 - 7 +1 4
7.    Þór 3 1 1 1 7 - 6 +1 4
8.    Þróttur R. 3 1 1 1 4 - 5 -1 4
9.    Selfoss 3 1 0 2 3 - 5 -2 3
10.    Völsungur 3 1 0 2 3 - 7 -4 3
11.    Fjölnir 3 0 2 1 5 - 7 -2 2
12.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
Athugasemdir