Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 18. maí 2025 22:17
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei þetta er ekkert högg í magann Baldvin. Afhverju ætti þetta að vera högg í magann? Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig. En það er súrt því mér fannst við stjórna þessum leik. Ég þarf að skoða það hvernig við fengum á okkur fjögur mörk í þessum leik, það er mér hulin ráðgáta en vel gert hjá þeim.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-3 tap gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Halldór Snær, markvörður KR, vildi meina eftir leik að KR liðið féll of aftarlega á völlinn í stöðunni 3-2 fyrir KR, er Óskar sammála þeirri skoðun?

„Ég átta mig ekki á því hvort við féllum of aftarlega það vantaði kannski aðeins meiri ákefð á mennina sem að voru með boltann. Það er ekki auðvelt að vera í liði sem þarf alltaf að breyta um leik innan leiks. Við þurfum að skipta út tveimur í hálfleik og Aroni Sig á 60. mínútur sem var fyrirfram ákveðið. Þá riðlast leikur liðsins dálítið.“

Það eru mikið um vöðvameiðsli í liði KR er það leikstíllinn sem veldur því?

„Ég myndi halda það að það væri ástæðan. Við erum búnir að vera að greina þetta og það er ekkert annað sem bendir til þess að það sé leikstíllinn. Við sáum það gegn ÍBV, við missum tvo menn útaf í dag vegna meiðsla. Þeir voru að spila tvo leiki við okkur á þremur dögum. Það væri áhugavert að spyrja Láka út í það, hvernig það var að spila við okkur tvo leiki. Ef að þetta er fórnarkostnaður þessa leikstíls tökum við það bara á kassann. Á endanum venjast menn því að spila svona og þá verðum við ljómandi fínir.“

Óskar heldur svo áfram og segir að KR sé bara með eitt plan, plan A.

„Það er ekkert markmiðið okkar að láta aðra hlaupa meira á móti okkur. Við spilum eins og við spilum og erum trúir því. Við erum með eitt plan og það er plan A. Það er að reyna að halda boltanum eins og við getum, reyna að byggja upp sóknir á sæmilega strúktúreðaran hátt. Síðan reynum við að pressa maður á mann, það úttektur mikið hlaup. Það er bara eins og það er. Einhverjir þurfa að venjast því og eru að venjast því.“

Sæbjörn Þór Steinke birti áhugaverða grein í vikunni þar sem stendur að KR er með hæsta XG í deildinni og hafa fengið hæsta XG-ið á sig. XG (expected goals) er tölfræðiþáttur yfir væntanlega mörk skoruð í leikjum. Fer þessi tölfræði í taugarnar á Óskari?

„Nei það fer alls ekkert í taugarnar á mér. Ég geri mér grein fyrir því að það er óvenjuleg staða. Það er kemur mér ekkert sérstaklega á óvart, við erum ennþá að læra að ganga. Við erum ennþá að gera mistök sem að kosta það að menn fá góð færi á móti okkur. Á sama tíma erum við að skora mikið og skapa helling af færum. Auðvitað er þetta óvenjulegt en þetta er bara eins og það er. Þetta er ekkert markmið hjá okkur. Við erum því miður bara ekki komnir þangað.“ sagði Óskar Hrafn að lokum.

Viðtalið við Óskar má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner