Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 18. júní 2020 22:25
Fótbolti.net
Nik: Treysti aðstoðardómaranum
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf svekkjandi að tapa en ég get ekkert sett út á leikplanið eða vinnuframlag leikmanna frá upphafi til enda. Við vissum að fyrstu 10-15 mínúturnar yrðu erfiðar en ef við kæmumst í gegnum þær yrðum við inni í leiknum,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 tap gegn Val.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Valur

Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og höfðu skotið þrívegis í tréverkið eftir 13 mínútna leik. Nik virtist hafa rétt fyrir sér því Þrótturum tókst að halda sjó og gott betur. Áttu fínan leikkafla í fyrri hálfleik og voru nálægt því að skora mark. Þá virtist Margrét Sveinsdóttir koma boltanum yfir marklínuna en aðstoðardómarinn vildi meina að aðeins þriðjungur boltans hefði verið kominn yfir línuna og því ekki um mark að ræða. Nik vildi ekki velta sér upp úr því atviki.

„Hvort boltinn var inni eða ekki þarna í fyrri hálfleik veit ég ekki. Ég treysti aðstoðardómaranum. Hún var vel staðsett,“ sagði Nik sem var stoltur af frammistöðu síns liðs.

„Við reyndum að spila. Við héngum ekki bara til baka heldur reyndum að spila. Það er alltaf erfitt að skora tvö mörk gegn Val en við reyndum allt til loka.“

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan. Hann útskýrir þar meðal annars af hverju hann gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Þróttar frá fyrstu umferð og segir Þróttara enn vera að læra inná hvora aðra eftir stuttan undirbúning saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner