Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. ágúst 2019 13:07
Brynjar Ingi Erluson
Rússland: Viðar Örn spilaði í sigri Rubin Kazan
Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Rubin
Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Rubin
Mynd: Eyþór Árnason
Rubin Kazan 1 - 0 Arsenal Tula
1-0 Evgeni Markov (´72 )

Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í Rubin Kazan unnu 1-0 sigur á Arsenal Tula í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Viðar byrjaði í fremstu víglínu hjá Rubin og lék allan leikinn en eina mark leiksins kom á 72. mínútu. Evgeni Markov gerði markið.

Rubin er með 10 stig í 7. sæti eftir sex leiki, aðeins fjórum stigum frá toppliði Zenit.

Viðar er á láni hjá Rubin frá Rostov en hann er búinn að skora 1 mark frá því hann kom frá Svíþjóð þar sem hann lék með Hammarby. Hann var öflugur með Hammarby áður en hann fór frá félaginu um miðjan júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner