Eftir viku mun Netflix frumsýna nýja heimildarmynd þar sem fjallað er um félagaskiptin umdeildu hjá Luis Figo þegar hann yfirgaf Barcelona og gekk í raðir Real Madrid um aldamótin.
Í myndinni verður rætt við Figo sjálfan; Pep Guardiola, Florentino Perez og fleiri.
Félagaskiptin bjuggu til mikla reiði í Katalóníu á sínum tíma en hann var fimm ár hjá Börsungum áður en hann hélt til erkifjendanna í spænsku höfuðborginni.
Þegar hann lék með Real Madrid gegn Barcelona köstuðu stuðningsmenn ýmsu lauslegu í átt að Figo svo stöðva þurfti leikinn. Svínshöfði var meðal annars kastað að honum!
Figo var stórkostlegur fótboltamaður sem lék 127 landsleiki fyrir portúgalska landsliðið. Hér að neðan má sjá brot úr heimildarmyndinni.
Throwback to when a Barcelona fan threw a pig’s head at Luis Figo at #ElClasico pic.twitter.com/ygUyrpRRBP
— B/R Football (@brfootball) October 26, 2018
Luís Figo, Florentino Pérez, José Veiga, Joan Gaspart, Paulo Futre… 22 años después, los protagonistas hablan por primera vez del traspaso más polémico de la historia del fútbol. El documental #ElCasoFigoElFichajeDelSiglo llega el 25 de agosto. pic.twitter.com/ibxR5yJflW
— Netflix España (@NetflixES) August 18, 2022
Athugasemdir