Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   sun 18. ágúst 2024 19:39
Sverrir Örn Einarsson
Dragan: Þessi deild er búin að spilast svolítið skringilega
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég kem bara aftur fram í viðtali og segi að við höfum spilað vel í dag en töpum. Við jöfnum í 1-1 en eins og oft hefur gerst í sumar þá höldum við ekki út. Keflavík er gott lið og með góða þjálfara en mér finnst að við hefðum alveg getað fengið meira út úr þessum leik.“ Sagði Dragan Stojanovic um leik síns liðs er liðið tapaði 3-1 á útivelli gegn Keflavík fyrr í dag.



Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Dalvík/Reynir

Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik voru liðsmenn Dragans ekki lengi að kvitta fyrir það í upphafi síðari hálfleiks er þeir jöfnuðu á 49.mínútu. Gestunum tókst þó ekki að velgja Keflvíkingum frekar undir uggum og ekki leið að löngu þar til Keflavík endurheimti forystu sína. Bakkaði liðið um of eftir að hafa jafnað?

„Nei alls ekki en þetta gerist oft hjá liðum sem hafa verið að tapa mörgum leikjum. Þú ert að reyna að halda í allavega þetta eina stig og fellur ómeðvitað kannski neðar á völlinn. Pínu hræðsla líka mögulega við að fá á sig mark. “

Þrátt fyrir tapið er staða Dalvíkur/Reynis ekki mikið verri eftir að lið Leiknis glutraði frá sér tveggja marka forystu gegn Grindavík. Möguleikinn því sannarlega til staðar en til þess þarf að vinna leiki.

„Þessi deild er búin að spilast svolítið skringilega í sumar. Við fáum aftur tækifæri og munurinn er núna fimm stig og fjórir leikir eftir. Við eigum möguleika og við ætlum að gera eins vel og við getum með það að markmiði að halda okkur í deildinni. En við þurfum að byrja strax í næsta leik og vinna heima.“

Sagði Dragan en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir