Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 18. ágúst 2024 19:39
Sverrir Örn Einarsson
Dragan: Þessi deild er búin að spilast svolítið skringilega
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég kem bara aftur fram í viðtali og segi að við höfum spilað vel í dag en töpum. Við jöfnum í 1-1 en eins og oft hefur gerst í sumar þá höldum við ekki út. Keflavík er gott lið og með góða þjálfara en mér finnst að við hefðum alveg getað fengið meira út úr þessum leik.“ Sagði Dragan Stojanovic um leik síns liðs er liðið tapaði 3-1 á útivelli gegn Keflavík fyrr í dag.



Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Dalvík/Reynir

Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik voru liðsmenn Dragans ekki lengi að kvitta fyrir það í upphafi síðari hálfleiks er þeir jöfnuðu á 49.mínútu. Gestunum tókst þó ekki að velgja Keflvíkingum frekar undir uggum og ekki leið að löngu þar til Keflavík endurheimti forystu sína. Bakkaði liðið um of eftir að hafa jafnað?

„Nei alls ekki en þetta gerist oft hjá liðum sem hafa verið að tapa mörgum leikjum. Þú ert að reyna að halda í allavega þetta eina stig og fellur ómeðvitað kannski neðar á völlinn. Pínu hræðsla líka mögulega við að fá á sig mark. “

Þrátt fyrir tapið er staða Dalvíkur/Reynis ekki mikið verri eftir að lið Leiknis glutraði frá sér tveggja marka forystu gegn Grindavík. Möguleikinn því sannarlega til staðar en til þess þarf að vinna leiki.

„Þessi deild er búin að spilast svolítið skringilega í sumar. Við fáum aftur tækifæri og munurinn er núna fimm stig og fjórir leikir eftir. Við eigum möguleika og við ætlum að gera eins vel og við getum með það að markmiði að halda okkur í deildinni. En við þurfum að byrja strax í næsta leik og vinna heima.“

Sagði Dragan en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner