Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   sun 18. ágúst 2024 19:39
Sverrir Örn Einarsson
Dragan: Þessi deild er búin að spilast svolítið skringilega
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég kem bara aftur fram í viðtali og segi að við höfum spilað vel í dag en töpum. Við jöfnum í 1-1 en eins og oft hefur gerst í sumar þá höldum við ekki út. Keflavík er gott lið og með góða þjálfara en mér finnst að við hefðum alveg getað fengið meira út úr þessum leik.“ Sagði Dragan Stojanovic um leik síns liðs er liðið tapaði 3-1 á útivelli gegn Keflavík fyrr í dag.



Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Dalvík/Reynir

Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik voru liðsmenn Dragans ekki lengi að kvitta fyrir það í upphafi síðari hálfleiks er þeir jöfnuðu á 49.mínútu. Gestunum tókst þó ekki að velgja Keflvíkingum frekar undir uggum og ekki leið að löngu þar til Keflavík endurheimti forystu sína. Bakkaði liðið um of eftir að hafa jafnað?

„Nei alls ekki en þetta gerist oft hjá liðum sem hafa verið að tapa mörgum leikjum. Þú ert að reyna að halda í allavega þetta eina stig og fellur ómeðvitað kannski neðar á völlinn. Pínu hræðsla líka mögulega við að fá á sig mark. “

Þrátt fyrir tapið er staða Dalvíkur/Reynis ekki mikið verri eftir að lið Leiknis glutraði frá sér tveggja marka forystu gegn Grindavík. Möguleikinn því sannarlega til staðar en til þess þarf að vinna leiki.

„Þessi deild er búin að spilast svolítið skringilega í sumar. Við fáum aftur tækifæri og munurinn er núna fimm stig og fjórir leikir eftir. Við eigum möguleika og við ætlum að gera eins vel og við getum með það að markmiði að halda okkur í deildinni. En við þurfum að byrja strax í næsta leik og vinna heima.“

Sagði Dragan en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner