
ÍR og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli í 18. umferð Lengjudeildar karla í dag. Liðin mættust á ÍR-vellinum í Breiðholtinu.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 1 Njarðvík
„Mér fannst við fá miklu betri færi en þeir í leiknum, þótt þeir hafi fengið einhver færi. Þetta var náttúrulega bara mjög opinn leikur og mikið um færi. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við töluvert ofan á í leiknum og áttum að gera betur.“
ÍR byrjaði leikinn af krafti en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn jafnaðist leikurinn út.
„Njarðvík er bara gott lið og þeir eru búnir að vera á toppnum og ofarlega allt mótið. Við vissum alveg að þótt þeir hafi verið smá sloppy í byrjun, en svo skora þeir bara mark svona gegn gangi leiksins fannst mér. Ég hélt að þetta væri svona dagur þar sem við myndum ekki skora. Við fengum það mörg færi en það var gott að fá stig í lokinn.“
ÍR átti tvö skot í stöngina í dag, var þetta þá hinn klassíski stöngin út leikur?
„Það stefndi í það áður en við skoruðum. Við fengum bara svo rosalegar margar góðar stöður til að gera betur og búa til enn betri færi. Svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“
Það er lítið eftir af móti og ÍR á möguleika á því að enda í umspilssæti.
„Við erum að spila við lið sem er í toppbaráttu og eigum annan þannig næst á móti Fjölni. Ef við ætlum að vera í playoffs þá þurfum við að vinna þessi lið og sýna að við séum jafn góð ef ekki betri en þau.“