Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 18. ágúst 2024 17:01
Sævar Þór Sveinsson
„Ég hélt að þetta væri svona dagur þar sem við myndum ekki skora“
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli í 18. umferð Lengjudeildar karla í dag. Liðin mættust á ÍR-vellinum í Breiðholtinu.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Njarðvík

Mér fannst við fá miklu betri færi en þeir í leiknum, þótt þeir hafi fengið einhver færi. Þetta var náttúrulega bara mjög opinn leikur og mikið um færi. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við töluvert ofan á í leiknum og áttum að gera betur.

ÍR byrjaði leikinn af krafti en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn jafnaðist leikurinn út.

Njarðvík er bara gott lið og þeir eru búnir að vera á toppnum og ofarlega allt mótið. Við vissum alveg að þótt þeir hafi verið smá sloppy í byrjun, en svo skora þeir bara mark svona gegn gangi leiksins fannst mér. Ég hélt að þetta væri svona dagur þar sem við myndum ekki skora. Við fengum það mörg færi en það var gott að fá stig í lokinn.

ÍR átti tvö skot í stöngina í dag, var þetta þá hinn klassíski stöngin út leikur?

Það stefndi í það áður en við skoruðum. Við fengum bara svo rosalegar margar góðar stöður til að gera betur og búa til enn betri færi. Svekkjandi að ná ekki að klára þetta.

Það er lítið eftir af móti og ÍR á möguleika á því að enda í umspilssæti.

Við erum að spila við lið sem er í toppbaráttu og eigum annan þannig næst á móti Fjölni. Ef við ætlum að vera í playoffs þá þurfum við að vinna þessi lið og sýna að við séum jafn góð ef ekki betri en þau.


Athugasemdir
banner