Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   sun 18. ágúst 2024 17:13
Sævar Þór Sveinsson
Gunnar Heiðar: Mér fannst við byrja leikinn alveg ömurlega
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli í 18. umferð Lengjudeildar karla í dag. Liðin mættust á ÍR-vellinum í Breiðholtinu.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Njarðvík

Njarðvík byrjaði leikinn í dag ekki vel.

Mér fannst við byrja leikinn alveg ömurlega. Við vorum bara algjörlega á hælunum og héldum bara að við myndum koma hingað og fá eitthvað gefins. Við vitum það allir að það er ekki neinn leikur í þessari deild sem er gefins og hvað þá hérna í Mjóddinni. Við gerðum þetta bara erfitt fyrir okkur.“

Leikurinn var opinn og það voru færi á báða bóga.

Maður hugsaði að þetta væri leikur sem myndi ráðast á þessum litlu atriðum. Við fáum nokkur færi hér í seinni hálfleik til þess að klára þetta en inn vildi boltinn ekki. Ef þú ert ekki nægilega sharp eða nægilega klár til að fara í færið og klára það almennilega þá skorar þú ekki úr þeim. Það lýsir sér bara best markið sem þeir skora. Það kemur eitthvað klafs og boltinn skoppar þarna tvisvar þrisvar sinnum á einhverjum hausum og við erum bara á hælunum.“

Í dag voru að mætast þessi tvö spútnik lið í þessari deild. Bæði þessi lið voru spáð tíunda og ellefta sæti af öllum sérfræðingum og liðunum í deildinni. Það að bæði þessi lið séu á þessum stað er náttúrulega bara frábært og sýnir það að við erum búnir að standa okkur vel.

Fjórir leikir eru eftir af móti og Njarðvík er í baráttu um umspilssæti.

Fyrir framhaldið þá eru þetta bara fjórir úrslitaleikir og við viljum halda okkur í þessum pakka klárlega. Við erum búnir að vera þarna allt tímabilið. Það er bara gott test á mína menn núna að sjá hversu sterkir mentally þeir eru fyrir þessa baráttu sem er framundan.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner