Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 18. ágúst 2024 20:27
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Sennilega sanngjörn niðurstaða
Sagði jafntefli vera sanngjörn úrslit, en svekktur að hafa ekki stolið þessu.
Sagði jafntefli vera sanngjörn úrslit, en svekktur að hafa ekki stolið þessu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Fullt af færum og hefði getað verið mun stærra en 1-1, en við erum svona smá svekktir með að hafa ekki unnið. Komumst yfir á heimavelli og hefðum viljað skora svona 2-3 mörk í viðbót í fyrri hálfleik. Svo sköllum við í stöng á 94. mínútu, þannig að maður er smá svekktur en á heildina litið yfir leikinn þá er ekki hægt að tala um að það sé ósanngjarnt að leikurinn fari jafntefli því að Stjarnan átti líka sín færi. Sennilega sanngjörn niðurstaða,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

Leikurinn gekk endanna á milli síðustu 15-20 mínúturnar og margar þreyttar lappir á vellinum. Liðin skiptust á að sækja á mörgum mönnum og fámennar varnir þurftu oft að hreinsa upp eftir gráðuga sóknarmennina.

„Stjarnan eru rosalega góðir í sumum þáttum leiksins. Þeir spila hratt á milli línanna og ná að skapa svona smá óvissu, en svo þegar við vinnum boltann að þá er allt opið. Mér fannst við gera það vel í fyrri hálfleik þegar við unnum boltann, að skapa góða stöðu úr þessu. Spiluðum fram á við og fórum í þau svæði sem að þeir skildu eftir. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk, en í seinni hálfleik vorum við orðnir svolítið þreyttir í færslunum og opnir en eins og ég segi - við sköpum samt dauðafæri í lokin og hefðum getað tekið þetta,'' sagði Hallgrímur.

Dagur Ingi Valsson kom til KA frá Keflavík á gluggadeginum. Hvað eru KA að fá í leikmanni eins og honum?

„Hann er hörkugóður á boltann. Hann getur tekið menn á og svo er hann bara stór og "physical". Hann hefur mikil gæði á boltanum sem að við teljum að muni henta okkur og svo eru nokkur atriði þar sem að hann þarf að kynnast okkar leikstíl og aðeins að slípa hann til. Þá ætti hann að vera hörkuleikmaður fyrir okkur og geta gefið okkur stig fram á við - bæði mörk og stoðsendingar,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner