Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 18. ágúst 2024 20:27
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Sennilega sanngjörn niðurstaða
Sagði jafntefli vera sanngjörn úrslit, en svekktur að hafa ekki stolið þessu.
Sagði jafntefli vera sanngjörn úrslit, en svekktur að hafa ekki stolið þessu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Fullt af færum og hefði getað verið mun stærra en 1-1, en við erum svona smá svekktir með að hafa ekki unnið. Komumst yfir á heimavelli og hefðum viljað skora svona 2-3 mörk í viðbót í fyrri hálfleik. Svo sköllum við í stöng á 94. mínútu, þannig að maður er smá svekktur en á heildina litið yfir leikinn þá er ekki hægt að tala um að það sé ósanngjarnt að leikurinn fari jafntefli því að Stjarnan átti líka sín færi. Sennilega sanngjörn niðurstaða,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

Leikurinn gekk endanna á milli síðustu 15-20 mínúturnar og margar þreyttar lappir á vellinum. Liðin skiptust á að sækja á mörgum mönnum og fámennar varnir þurftu oft að hreinsa upp eftir gráðuga sóknarmennina.

„Stjarnan eru rosalega góðir í sumum þáttum leiksins. Þeir spila hratt á milli línanna og ná að skapa svona smá óvissu, en svo þegar við vinnum boltann að þá er allt opið. Mér fannst við gera það vel í fyrri hálfleik þegar við unnum boltann, að skapa góða stöðu úr þessu. Spiluðum fram á við og fórum í þau svæði sem að þeir skildu eftir. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk, en í seinni hálfleik vorum við orðnir svolítið þreyttir í færslunum og opnir en eins og ég segi - við sköpum samt dauðafæri í lokin og hefðum getað tekið þetta,'' sagði Hallgrímur.

Dagur Ingi Valsson kom til KA frá Keflavík á gluggadeginum. Hvað eru KA að fá í leikmanni eins og honum?

„Hann er hörkugóður á boltann. Hann getur tekið menn á og svo er hann bara stór og "physical". Hann hefur mikil gæði á boltanum sem að við teljum að muni henta okkur og svo eru nokkur atriði þar sem að hann þarf að kynnast okkar leikstíl og aðeins að slípa hann til. Þá ætti hann að vera hörkuleikmaður fyrir okkur og geta gefið okkur stig fram á við - bæði mörk og stoðsendingar,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir