
„Ég er hrikalega ánægður með að hafa bjargað stigi úr því sem komið var," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 3-3 jafntefli gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag.
„Mér fannst þeir sterkari í leiknum og þeir þeir komust í 1-3 var orðið dökkt yfir þessu en við vitum það að við getum komið til baka. Það er trú og andi í þessu liði sem fölnaði ekki þótt frammistaðan hafi ekki verið sérstök."
„Mér fannst þeir sterkari í leiknum og þeir þeir komust í 1-3 var orðið dökkt yfir þessu en við vitum það að við getum komið til baka. Það er trú og andi í þessu liði sem fölnaði ekki þótt frammistaðan hafi ekki verið sérstök."
Lestu um leikinn: Grindavík 3 - 3 Leiknir R.
„Við minnkum muninn í 1-2 og fáum svo á okkur 4. flokksmark þar sem markvörðurinn þeirra sparkar yfir allan völlinn á stóra og sterka framherjann sem klárar. Það var högg en fótboltinn er skemmtilegur með það að ef þú kemur boltanum inn í teig, þá er alltaf séns. Við fórum í það og það gekk. Ég er ánægður."
„Leiknir hefur spilað frábærlega að undanförnu og gerðu það í dag, en sigrarnir hafa látið á sér standa. Við vissum það að þeir væru mögulega stressaðir að halda forskotinu ef sú staða kæmi upp. Án þess að taka neitt af mínum mönnum sem þurftu auðvitað að sækja þetta."
Hann segir að stigið gefi liðinu mikið.
„Við erum að reyna að horfa til framtíðar og það er gott að vita að þetta sé hópur sem berst fyrir hvern annan, eitthvað sem við getum byggt ofan á. Við þurfum að klára þetta tímabil vel og spýta svo í lófana í haust."
Eruð þið eitthvað byrjaðir að ræða framtíðina?
„Við erum alltaf að tala um nútíðina og framtíðina. Það eru engar viðræður við leikmenn eða neitt slíkt í gangi. Markmiðið er að Grindavík sé með sterkt fótboltalið og það mun ekkert breytast."
Hann segir að það sé samhugur að halda verkefninu áfram þó staðan sé erfið í bæjarfélaginu. „Þetta hefur þjappað fólki mikið saman. Það er mikið bæjarprýði að vera með góð lið og það mun ekkert breytast," sagði þjálfarinn.
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir