Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 18. ágúst 2024 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Safamýri
Halli Hróðmars: Gott að vita er við reynum að horfa til framtíðar
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góður karakter hjá Grindvíkingum í dag.
Góður karakter hjá Grindvíkingum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með að hafa bjargað stigi úr því sem komið var," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 3-3 jafntefli gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag.

„Mér fannst þeir sterkari í leiknum og þeir þeir komust í 1-3 var orðið dökkt yfir þessu en við vitum það að við getum komið til baka. Það er trú og andi í þessu liði sem fölnaði ekki þótt frammistaðan hafi ekki verið sérstök."

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Leiknir R.

„Við minnkum muninn í 1-2 og fáum svo á okkur 4. flokksmark þar sem markvörðurinn þeirra sparkar yfir allan völlinn á stóra og sterka framherjann sem klárar. Það var högg en fótboltinn er skemmtilegur með það að ef þú kemur boltanum inn í teig, þá er alltaf séns. Við fórum í það og það gekk. Ég er ánægður."

„Leiknir hefur spilað frábærlega að undanförnu og gerðu það í dag, en sigrarnir hafa látið á sér standa. Við vissum það að þeir væru mögulega stressaðir að halda forskotinu ef sú staða kæmi upp. Án þess að taka neitt af mínum mönnum sem þurftu auðvitað að sækja þetta."

Hann segir að stigið gefi liðinu mikið.

„Við erum að reyna að horfa til framtíðar og það er gott að vita að þetta sé hópur sem berst fyrir hvern annan, eitthvað sem við getum byggt ofan á. Við þurfum að klára þetta tímabil vel og spýta svo í lófana í haust."

Eruð þið eitthvað byrjaðir að ræða framtíðina?

„Við erum alltaf að tala um nútíðina og framtíðina. Það eru engar viðræður við leikmenn eða neitt slíkt í gangi. Markmiðið er að Grindavík sé með sterkt fótboltalið og það mun ekkert breytast."

Hann segir að það sé samhugur að halda verkefninu áfram þó staðan sé erfið í bæjarfélaginu. „Þetta hefur þjappað fólki mikið saman. Það er mikið bæjarprýði að vera með góð lið og það mun ekkert breytast," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner