Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   sun 18. ágúst 2024 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Safamýri
Halli Hróðmars: Gott að vita er við reynum að horfa til framtíðar
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góður karakter hjá Grindvíkingum í dag.
Góður karakter hjá Grindvíkingum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með að hafa bjargað stigi úr því sem komið var," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 3-3 jafntefli gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag.

„Mér fannst þeir sterkari í leiknum og þeir þeir komust í 1-3 var orðið dökkt yfir þessu en við vitum það að við getum komið til baka. Það er trú og andi í þessu liði sem fölnaði ekki þótt frammistaðan hafi ekki verið sérstök."

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Leiknir R.

„Við minnkum muninn í 1-2 og fáum svo á okkur 4. flokksmark þar sem markvörðurinn þeirra sparkar yfir allan völlinn á stóra og sterka framherjann sem klárar. Það var högg en fótboltinn er skemmtilegur með það að ef þú kemur boltanum inn í teig, þá er alltaf séns. Við fórum í það og það gekk. Ég er ánægður."

„Leiknir hefur spilað frábærlega að undanförnu og gerðu það í dag, en sigrarnir hafa látið á sér standa. Við vissum það að þeir væru mögulega stressaðir að halda forskotinu ef sú staða kæmi upp. Án þess að taka neitt af mínum mönnum sem þurftu auðvitað að sækja þetta."

Hann segir að stigið gefi liðinu mikið.

„Við erum að reyna að horfa til framtíðar og það er gott að vita að þetta sé hópur sem berst fyrir hvern annan, eitthvað sem við getum byggt ofan á. Við þurfum að klára þetta tímabil vel og spýta svo í lófana í haust."

Eruð þið eitthvað byrjaðir að ræða framtíðina?

„Við erum alltaf að tala um nútíðina og framtíðina. Það eru engar viðræður við leikmenn eða neitt slíkt í gangi. Markmiðið er að Grindavík sé með sterkt fótboltalið og það mun ekkert breytast."

Hann segir að það sé samhugur að halda verkefninu áfram þó staðan sé erfið í bæjarfélaginu. „Þetta hefur þjappað fólki mikið saman. Það er mikið bæjarprýði að vera með góð lið og það mun ekkert breytast," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir