Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 18. ágúst 2024 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Safamýri
Halli Hróðmars: Gott að vita er við reynum að horfa til framtíðar
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góður karakter hjá Grindvíkingum í dag.
Góður karakter hjá Grindvíkingum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með að hafa bjargað stigi úr því sem komið var," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 3-3 jafntefli gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag.

„Mér fannst þeir sterkari í leiknum og þeir þeir komust í 1-3 var orðið dökkt yfir þessu en við vitum það að við getum komið til baka. Það er trú og andi í þessu liði sem fölnaði ekki þótt frammistaðan hafi ekki verið sérstök."

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Leiknir R.

„Við minnkum muninn í 1-2 og fáum svo á okkur 4. flokksmark þar sem markvörðurinn þeirra sparkar yfir allan völlinn á stóra og sterka framherjann sem klárar. Það var högg en fótboltinn er skemmtilegur með það að ef þú kemur boltanum inn í teig, þá er alltaf séns. Við fórum í það og það gekk. Ég er ánægður."

„Leiknir hefur spilað frábærlega að undanförnu og gerðu það í dag, en sigrarnir hafa látið á sér standa. Við vissum það að þeir væru mögulega stressaðir að halda forskotinu ef sú staða kæmi upp. Án þess að taka neitt af mínum mönnum sem þurftu auðvitað að sækja þetta."

Hann segir að stigið gefi liðinu mikið.

„Við erum að reyna að horfa til framtíðar og það er gott að vita að þetta sé hópur sem berst fyrir hvern annan, eitthvað sem við getum byggt ofan á. Við þurfum að klára þetta tímabil vel og spýta svo í lófana í haust."

Eruð þið eitthvað byrjaðir að ræða framtíðina?

„Við erum alltaf að tala um nútíðina og framtíðina. Það eru engar viðræður við leikmenn eða neitt slíkt í gangi. Markmiðið er að Grindavík sé með sterkt fótboltalið og það mun ekkert breytast."

Hann segir að það sé samhugur að halda verkefninu áfram þó staðan sé erfið í bæjarfélaginu. „Þetta hefur þjappað fólki mikið saman. Það er mikið bæjarprýði að vera með góð lið og það mun ekkert breytast," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner