Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 18. ágúst 2024 19:26
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hann er refur í boxinu
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við bara vera með öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við vinnum því hérna sanngjarnan 3-1 sigur og hefðum í raun átt að skora fleiri mörk. “ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sem var mættur til viðtals við Fótbolta.net eftir 3-1 sigur Keflavíkur á Dalvík/Reyni fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Dalvík/Reynir

Keflavík tók forystuna í fyrri hálfleik en fékk smá kjaftshögg í upphafi síðari hálfleiks þegar gestirnir jöfnuðu. Um viðbrögð liðsins í framhaldinu sagði Haraldur.

„Mér fannst við bara svara því mjög vel. Við héldum áfram að láta boltann rúlla kanta á milli og sköpum opnanir og fullt af góðum stöðum. Við hefðum bara getað nýtt þessar stöður og færi ennþá betur.“

Mihael Mladen sem kom til Keflavíkur í glugganum hefur farið vel af stað í markaskorun fyrir liðið. Hann er kominn með fjögur mörk í fyrstu sex leikjum sínum með liðinu og þar af tvö þeirra í dag.

„Ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann síðan hann kom. Hann er duglegur leikmaður, góður í spilinu og er mikill refur í teignum.“

Næst á dagskrá hjá Keflavík er heimsókn í Laugardalinn þar sem liðið mætir Þrótti. Hvernig leggst verkefnið í Harald?

„Það verður bara erfiður leikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessu og þetta er bara nýtt verkefni.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner