„Bara opinn og skemmtilegur leikur, held ég. Ég held að fólk hafi haft gaman af sem að horfði og mér fannst við virkilega góðir. Þeir kannski fengu fleiri færi en við kannski kærum okkur um, en við fengum fleiri færi og vorum töluvert sterkari aðilinn í þessum leik að mínu mati. Hefði verið skemmtilegt að sjá menn taka það sem þeir áttu skilið,'' sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli við KA í Bestu-deild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 1 - 1 Stjarnan
Fór um Jökul þegar að dauðafrír Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í stöng og framhjá á (seinna) síðasta andartaki leiksins?
„Hérna í lokin þegar að leikurinn var að klárast í annað skiptið? Það hefði verið óþægilegt móment eftir að hafa flautað af og svo verður þetta einhvernveginn skrítið - svona drepið mómentið okkar. Það hefði verið óþægilegt, þannig að ég held að það séu margir fegnir að það hafi ekki farið inn,'' sagði Jökull.
Jökull var ánægður með sitt lið í jafnteflinu gegn Blikum og hann talaði um að áframhald væri á góðri frammistöðu fyrir norðan í dag.
„Við erum öflugir. Við erum að hreyfa boltann vel og erum að komast í góðar stöður og góð svæði. Menn eru svolítið svona búnir að sleppa af sér beislinu og ákefðin og pressan er yfirleitt góð. Þannig að ég er bara ánægður með hópinn,'' sagði Jökull I. Elísabetarson.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.