Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   sun 18. ágúst 2024 20:39
Daníel Smári Magnússon
Jökull: Vorum töluvert sterkari aðilinn
Jökull var ánægður með frammistöðu sinna manna í dag.
Jökull var ánægður með frammistöðu sinna manna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara opinn og skemmtilegur leikur, held ég. Ég held að fólk hafi haft gaman af sem að horfði og mér fannst við virkilega góðir. Þeir kannski fengu fleiri færi en við kannski kærum okkur um, en við fengum fleiri færi og vorum töluvert sterkari aðilinn í þessum leik að mínu mati. Hefði verið skemmtilegt að sjá menn taka það sem þeir áttu skilið,'' sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli við KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

Fór um Jökul þegar að dauðafrír Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í stöng og framhjá á (seinna) síðasta andartaki leiksins?

„Hérna í lokin þegar að leikurinn var að klárast í annað skiptið? Það hefði verið óþægilegt móment eftir að hafa flautað af og svo verður þetta einhvernveginn skrítið - svona drepið mómentið okkar. Það hefði verið óþægilegt, þannig að ég held að það séu margir fegnir að það hafi ekki farið inn,'' sagði Jökull.

Jökull var ánægður með sitt lið í jafnteflinu gegn Blikum og hann talaði um að áframhald væri á góðri frammistöðu fyrir norðan í dag.

„Við erum öflugir. Við erum að hreyfa boltann vel og erum að komast í góðar stöður og góð svæði. Menn eru svolítið svona búnir að sleppa af sér beislinu og ákefðin og pressan er yfirleitt góð. Þannig að ég er bara ánægður með hópinn,'' sagði Jökull I. Elísabetarson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner