Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 18. ágúst 2024 23:43
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Ómar Ingi: Óskiljanleg framvinda á þessu máli
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gífurleg vonbrigði, gífurleg vonbrigði hvernig við skoruðumst undan ábyrgð í mörkunum sem við fáum á okkur og náum einfaldlega ekki að gera betur en þetta þrátt fyrir að vera orðnir manni fleiri“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 0-2 tap gegn Fylki í Kórnum í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Mér fannst vanta upp á að við bærum ábyrgð á þeim hlutverkum sem okkur var ætlað og það er óásættanlegt að, í fyrsta lagi, sé hægt að labba svona í gegn um okkur eins og í fyrsta markinu og svo að það sé maður frír þegar við erum fleiri. Sama í seinna markinu að hann geti fengið þetta skot á markið, það eru bara slæm mistök í varnarleiknum“ hélt hann svo áfram. 

Það hefur verið ákveðið mynstur hjá HK að mæta vel gíraðir í leiki á móti liðunum sem eru ofar í töflunni en mæti síðan varla til leiks í leikjum gegn liðunum í kring um sig. Fannst Ómari það raunin í dag?

„Mér fannst ákefðin og gírunin ekkert svo slæm en sofandaháttur í varnarleiknum sem orsakar þessi mörk eru í rauninni mistökin sem verða okkur að falli. Mér fannst orkustigið fínt við leystum fyrri hálfleikinn að mörgu leyti eins og við vildum og mér fannst við allt í lagi en alls ekki nóg og góðir til þess að eiga skilið að sigra held ég.“

Það komu fréttir þess efnis í vikunni að KR hafi kært niðurstöðu KSÍ  ,að fresta ætti leik HK og KR, til aga- og úrskurðarnefndar og vildu fá dæmdan 3-0 sigur eftir stóra stangarmálið fyrr í þessum mánuði þar sem leikur liðanna fór ekki fram vegna brotins marks í Kórnum. Aðspurður hver skoðun HK sé á þessu segir Ómar:

„Já ég held að það hafi allir skoðun á þessu en ekkert sem við getum eytt tíma okkar í, við í teyminu eða í liðinu geta verið að eyða tíma í að velta fyrir okkur. Mér finnst þetta óskiljanleg framvinda á þessu máli og ég geri bara ráð fyrir því að spila við þá á fimmtudaginn.“

Nánar er rætt við Ómar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner