Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   sun 18. ágúst 2024 23:43
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Ómar Ingi: Óskiljanleg framvinda á þessu máli
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gífurleg vonbrigði, gífurleg vonbrigði hvernig við skoruðumst undan ábyrgð í mörkunum sem við fáum á okkur og náum einfaldlega ekki að gera betur en þetta þrátt fyrir að vera orðnir manni fleiri“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 0-2 tap gegn Fylki í Kórnum í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Mér fannst vanta upp á að við bærum ábyrgð á þeim hlutverkum sem okkur var ætlað og það er óásættanlegt að, í fyrsta lagi, sé hægt að labba svona í gegn um okkur eins og í fyrsta markinu og svo að það sé maður frír þegar við erum fleiri. Sama í seinna markinu að hann geti fengið þetta skot á markið, það eru bara slæm mistök í varnarleiknum“ hélt hann svo áfram. 

Það hefur verið ákveðið mynstur hjá HK að mæta vel gíraðir í leiki á móti liðunum sem eru ofar í töflunni en mæti síðan varla til leiks í leikjum gegn liðunum í kring um sig. Fannst Ómari það raunin í dag?

„Mér fannst ákefðin og gírunin ekkert svo slæm en sofandaháttur í varnarleiknum sem orsakar þessi mörk eru í rauninni mistökin sem verða okkur að falli. Mér fannst orkustigið fínt við leystum fyrri hálfleikinn að mörgu leyti eins og við vildum og mér fannst við allt í lagi en alls ekki nóg og góðir til þess að eiga skilið að sigra held ég.“

Það komu fréttir þess efnis í vikunni að KR hafi kært niðurstöðu KSÍ  ,að fresta ætti leik HK og KR, til aga- og úrskurðarnefndar og vildu fá dæmdan 3-0 sigur eftir stóra stangarmálið fyrr í þessum mánuði þar sem leikur liðanna fór ekki fram vegna brotins marks í Kórnum. Aðspurður hver skoðun HK sé á þessu segir Ómar:

„Já ég held að það hafi allir skoðun á þessu en ekkert sem við getum eytt tíma okkar í, við í teyminu eða í liðinu geta verið að eyða tíma í að velta fyrir okkur. Mér finnst þetta óskiljanleg framvinda á þessu máli og ég geri bara ráð fyrir því að spila við þá á fimmtudaginn.“

Nánar er rætt við Ómar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner