Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   sun 18. ágúst 2024 23:11
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Páll: það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kom á góðum tíma þessi fyrsti sigur og ótrúlega mikilvægur leikur, sennilega mikilvægasti leikurinn í sumar, ég er mjög ánægður og stoltur af drengjunum. Geggjaður karakter og alvöru liðsheild sem skóp þennan sigur“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-2 sigur Fylkis í Kórnum í dag, þeirra fyrsti útisigur í sumar. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Við erum ekkert í mínus, við erum enn þá með ágætis hóp. Þrátt fyrir að hafa kannski ekki fengið leikmann sem við vildum fá þá er það bara eins og það er það er oft erfitt. Ég er bara hrikalega ánægður með þennan karakter, það styrkir líka hópinn okkar það koma alltaf nýjir og ferskir menn inn og standa sig, Teddi og Númi í síðasta leik og síðan kemur Stefán inn og Daði kom inn, spilaði stórt hlutverk í lokinn hérna fyrir okkur eftir erfið meiðsli. Það er bara ótrúlega mikilvægt fyrir liðið okkar að þessir strákar og allt liðið er að tikka í sömu átt“ hélt hann svo áfram. 

Mikið var rætt og ritað um félagsskipti Matthias Præst en hann mun yfirgefa Fylki eftir tímabilið og ganga í raðir KR. Præst var myndaður í KR treyjunni sem fór öfugt ofan í stuðningsmenn Fylkis. Aðspurður hver hans skoðun er á því segir Rúnar: 

„Hann var nú kannski plataður til þess en hann sér eftir því drengurinn og við bara stöndum með honum. Þetta er okkar leikmaður og hluti af öflugri liðsheild, hvað hann gerir síðan eftir tímabilið þegar samningurinn hans rennur út er ekki okkar mál. Var það heppilegt eða ekki, það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni, við erum öll sammála um það. Það er búið og við styðjum Matthias, hann er öflugur leikmaður okkar, fram í nóvember.“

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner