Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 18. ágúst 2024 23:11
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Páll: það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kom á góðum tíma þessi fyrsti sigur og ótrúlega mikilvægur leikur, sennilega mikilvægasti leikurinn í sumar, ég er mjög ánægður og stoltur af drengjunum. Geggjaður karakter og alvöru liðsheild sem skóp þennan sigur“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-2 sigur Fylkis í Kórnum í dag, þeirra fyrsti útisigur í sumar. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Við erum ekkert í mínus, við erum enn þá með ágætis hóp. Þrátt fyrir að hafa kannski ekki fengið leikmann sem við vildum fá þá er það bara eins og það er það er oft erfitt. Ég er bara hrikalega ánægður með þennan karakter, það styrkir líka hópinn okkar það koma alltaf nýjir og ferskir menn inn og standa sig, Teddi og Númi í síðasta leik og síðan kemur Stefán inn og Daði kom inn, spilaði stórt hlutverk í lokinn hérna fyrir okkur eftir erfið meiðsli. Það er bara ótrúlega mikilvægt fyrir liðið okkar að þessir strákar og allt liðið er að tikka í sömu átt“ hélt hann svo áfram. 

Mikið var rætt og ritað um félagsskipti Matthias Præst en hann mun yfirgefa Fylki eftir tímabilið og ganga í raðir KR. Præst var myndaður í KR treyjunni sem fór öfugt ofan í stuðningsmenn Fylkis. Aðspurður hver hans skoðun er á því segir Rúnar: 

„Hann var nú kannski plataður til þess en hann sér eftir því drengurinn og við bara stöndum með honum. Þetta er okkar leikmaður og hluti af öflugri liðsheild, hvað hann gerir síðan eftir tímabilið þegar samningurinn hans rennur út er ekki okkar mál. Var það heppilegt eða ekki, það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni, við erum öll sammála um það. Það er búið og við styðjum Matthias, hann er öflugur leikmaður okkar, fram í nóvember.“

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner