Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 18. ágúst 2024 23:11
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Páll: það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kom á góðum tíma þessi fyrsti sigur og ótrúlega mikilvægur leikur, sennilega mikilvægasti leikurinn í sumar, ég er mjög ánægður og stoltur af drengjunum. Geggjaður karakter og alvöru liðsheild sem skóp þennan sigur“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-2 sigur Fylkis í Kórnum í dag, þeirra fyrsti útisigur í sumar. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Við erum ekkert í mínus, við erum enn þá með ágætis hóp. Þrátt fyrir að hafa kannski ekki fengið leikmann sem við vildum fá þá er það bara eins og það er það er oft erfitt. Ég er bara hrikalega ánægður með þennan karakter, það styrkir líka hópinn okkar það koma alltaf nýjir og ferskir menn inn og standa sig, Teddi og Númi í síðasta leik og síðan kemur Stefán inn og Daði kom inn, spilaði stórt hlutverk í lokinn hérna fyrir okkur eftir erfið meiðsli. Það er bara ótrúlega mikilvægt fyrir liðið okkar að þessir strákar og allt liðið er að tikka í sömu átt“ hélt hann svo áfram. 

Mikið var rætt og ritað um félagsskipti Matthias Præst en hann mun yfirgefa Fylki eftir tímabilið og ganga í raðir KR. Præst var myndaður í KR treyjunni sem fór öfugt ofan í stuðningsmenn Fylkis. Aðspurður hver hans skoðun er á því segir Rúnar: 

„Hann var nú kannski plataður til þess en hann sér eftir því drengurinn og við bara stöndum með honum. Þetta er okkar leikmaður og hluti af öflugri liðsheild, hvað hann gerir síðan eftir tímabilið þegar samningurinn hans rennur út er ekki okkar mál. Var það heppilegt eða ekki, það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni, við erum öll sammála um það. Það er búið og við styðjum Matthias, hann er öflugur leikmaður okkar, fram í nóvember.“

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir