Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal opið fyrir því að selja fimm leikmenn
Fabio Vieira má fara.
Fabio Vieira má fara.
Mynd: EPA
Arsenal er opið fyrir því að selja fimm leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Þetta kemur fram á Sky Sports í dag.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Oleksandr Zinchenko, Fabio Vieira, Albert Sambi Lokonga, Reiss Nelson og Jakub Kiwior.

Þessir leikmenn voru ekki hluti af hópnum þegar Arsenal vann 0-1 sigur á Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Fenerbahce hefur sýnt áhuga á Zinchenko og Stuttgart er að reyna að fá Vieira. Svo er Fulham að reyna að krækja í Nelson eftir að hafa verið með hann á láni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner