Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wissa í fýlu á samfélagsmiðlum
Yoane Wissa.
Yoane Wissa.
Mynd: EPA
Yoane Wissa var ekki í leikmannahópi Brentford þegar liðið tapaði 3-1 gegn Nottingham Forest í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Wissa er ósáttur við það að fá ekki að fara til Newcastle en Brentford hefur hingað til hafnað öllum tilboðum í hann.

Wissa er í mikilli fýlu þar sem hann fær ekki sínu framgengt en hann hefur núna ákveðið að hætta að fylgja Brentford á samfélagsmiðlum.

Hann hefur á sama tíma eytt öllum myndum sínum á Instagram sem tengjast Brentford og er forsíðumyndin hans bara svartur hringur.

Talið er að Brentford sé núna að biðja um 60 milljónir punda fyrir Wissa en Newcastle hefur bara verið að bjóða á milli 20-25 milljónir punda.

Wissa er samningsbundinn Brentford út tímabilið en félagið hefur möguleika að bæta ári til viðbótar við samninginn.
Athugasemdir
banner