Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugaverð ummæli Kjartans Henrys eftir sigurinn í gær
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, skaut létt á Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, eftir 4-5 sigur FH á Blikum í Bestu deildinni í gærkvöldi.

„Við erum að verða skemmtikraftar deildarinnar," sagði Kjartan Henry við SÝN Sport eftir leikinn. Hann stýrði FH í fjarveru Heimis Guðjónssonar sem var í leikbanni.

„Breiðablik er frábært lið og ég vona bara að ég hafi spilað fótbolta sem þjálfari Breiðabliks er ánægður með," sagði Kjartan Henry jafnframt.

Var hann þar að skjóta létt á Dóra, þjálfara Blika sem talaði um það eftir 2-1 tap gegn Val á dögunum að það hefði verið góð ákvörðun hjá Val að hætta að spila fótbolta.

„Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn," sagði Dóri við SÝN Sport þá en það hefur myndast ákveðin lenska fyrir því í sumar hjá þjálfurum í íslenska boltanum að tala um leikstíl andstæðingsins og skjóta jafnvel á hann.
Athugasemdir