Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. september 2021 09:00
Victor Pálsson
Arteta staðfestir viðræður við Wilshere
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið sé í reglulegum viðræðum við Jack Wilshere um að hjálpa leikmanninum að koma ferlinum af stað á ný.

Wilshere er án félags þessa stundina en hann lék síðast með Bournemouth í næst efstu deild Englands.

Wilshere gerði garðinn frægan með Arsenal en meiðsli settu gríðarlega stórt strik í reikning hans.

Englendingurinn gæti æft með Arsenal næstu vikurnar á meðan hann leitar sér að nýju félagi.

„Við erum í viðræðum við Jack og viljum skilja hans þarfir og hvað hann leitar að," sagði Arteta.

„Þetta er leikmaður sem er dáður af öllum hérna, ekki bara leikmönnum og stuðningsmönnum heldur starfsfólkinu. Við viljum hjálpa honum eins mikið og við getum."

„Hann veit það og þannig er staðan í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner