Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   lau 18. september 2021 15:55
Aksentije Milisic
England: Dramatík í jafntefli Man City og Southampton - Liverpool vann
Salah skoraði og fékk spjald.
Salah skoraði og fékk spjald.
Mynd: EPA
Fimm leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrsti leikur dagsins endaði með 2-0 útisigri Brentford gegn Wolves og nú var verið að flauta til leiksloka í fjórum leikjum.

Á Anfield áttust við Liverpool og Crystal Palace. Ibrahima Konate spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og tókst honum og liðinu að halda markinu hreinu.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Liverpool þar sem Sadio Mane gerði fyrsta markið. Mohamed Salah og Naby Keita bættu við og lokatölur 3-0 . Liverpool er því komið á toppinn með þrettán stig.

Á Etihad vellinum í Manchester var áhugaverður leikur. Southampton kom þá í heimsókn og spilaði mjög vel gegn Manchester City. Heimamönnum gekk illa að skapa sér færi og staðan í hálfleik var markalaus.

Í síðari hálfleik gerðist umdeilt atvik. Kylie Walker virtist þá brjóta á Adam Armstrong. Jon Moss dæmdi víti og gaf Walker rautt spjald. Hann fór hins vegar í VAR skjáinn og skipti um skoðun. Ekkert víti og ekkert rautt spjald.

City sótti mikið það sem eftir lifði leiks og Raheem Sterling hélt að hann væri að tryggja liðinu sigurinn undir lokin en hann var flaggaður rangstæður. City tókst því ekki að skora og því lauk leiknum með 0-0 jafntefli, eitthvað sem fáir bjuggust við.

Arsenal vann þá góðan útisigur á Burnley þar sem Martin Odegaard skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu. Burnley hélt að það væri að fá víti í síðari hálfleiknum þegar dæmt var á Aaron Ramsdale en VAR steig inn í og enginn vítaspyrna niðurstaðan.

Þá vann Watford góðan útisigur á Norwich þar sem Ismaila Sarr gerði tvennu.

Burnley 0 - 1 Arsenal
0-1 Martin Odegaard ('30 )

Liverpool 3- 0 Crystal Palace
1-0 Sadio Mane ('43 )
2-0 Mohamed Salah ('78 )
3-0 Naby Keita (‘90)

Manchester City 0 - 0 Southampton

Norwich 1 - 3 Watford
0-1 Emmanuel Dennis ('17 )
1-1 Teemu Pukki ('35 )
1-2 Ismaila Sarr ('63 )
1-3 Ismaila Sarr ('80 )

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 26 7 +19 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 19 13 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 24 14 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 17 13 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 23 19 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 20 20 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 21 0 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 15 25 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner