Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 18. september 2021 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurvin: Ég á bágt með að trúa þessu
Mynd: Hilmar Þór
„Ég á bágt með að trúa þessu ennþá en mér líður nátturulega frábærlega," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir að liðið tryggði sér sæti í næst efstu deild á næstu leiktíð.

Liðið hefur komist upp um tvær deildir á tveimur árum.

„Þetta er magnað 'run'. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja."

Sigurvin gerði sér ekki vonir um að vera í toppbaráttunni fyrir tímabilið.

„Eins og ég sagði fyrir tímabilið þá ætluðum við að vera trúir okkar spilamennsku og vona til að það dugi til að ná árangri í 2. deild en ég reiknaði ekki með því að það myndi duga í toppbaráttuna en við vorum í toppbaráttu allt tímabilið svo við sáum enga ástæðu til að breyta til."

Hann var gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu í dag.

„Þú veist að allur andskotinn getur gerst en karakterinn sem mínir menn sýndu var til fyrirmyndar varnarlega og sóknarlega, fyrirfram hefði ég ekki átt að hafa neinar áhyggjur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner