Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 18. september 2021 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurvin: Ég á bágt með að trúa þessu
Mynd: Hilmar Þór
„Ég á bágt með að trúa þessu ennþá en mér líður nátturulega frábærlega," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir að liðið tryggði sér sæti í næst efstu deild á næstu leiktíð.

Liðið hefur komist upp um tvær deildir á tveimur árum.

„Þetta er magnað 'run'. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja."

Sigurvin gerði sér ekki vonir um að vera í toppbaráttunni fyrir tímabilið.

„Eins og ég sagði fyrir tímabilið þá ætluðum við að vera trúir okkar spilamennsku og vona til að það dugi til að ná árangri í 2. deild en ég reiknaði ekki með því að það myndi duga í toppbaráttuna en við vorum í toppbaráttu allt tímabilið svo við sáum enga ástæðu til að breyta til."

Hann var gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu í dag.

„Þú veist að allur andskotinn getur gerst en karakterinn sem mínir menn sýndu var til fyrirmyndar varnarlega og sóknarlega, fyrirfram hefði ég ekki átt að hafa neinar áhyggjur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner