Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 18. september 2021 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurvin: Ég á bágt með að trúa þessu
Mynd: Hilmar Þór
„Ég á bágt með að trúa þessu ennþá en mér líður nátturulega frábærlega," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir að liðið tryggði sér sæti í næst efstu deild á næstu leiktíð.

Liðið hefur komist upp um tvær deildir á tveimur árum.

„Þetta er magnað 'run'. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja."

Sigurvin gerði sér ekki vonir um að vera í toppbaráttunni fyrir tímabilið.

„Eins og ég sagði fyrir tímabilið þá ætluðum við að vera trúir okkar spilamennsku og vona til að það dugi til að ná árangri í 2. deild en ég reiknaði ekki með því að það myndi duga í toppbaráttuna en við vorum í toppbaráttu allt tímabilið svo við sáum enga ástæðu til að breyta til."

Hann var gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu í dag.

„Þú veist að allur andskotinn getur gerst en karakterinn sem mínir menn sýndu var til fyrirmyndar varnarlega og sóknarlega, fyrirfram hefði ég ekki átt að hafa neinar áhyggjur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner