Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. september 2021 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Slök byrjun Leipzig á tímabilinu
Anthony Modeste skorar framhjá Peter Gulacsi
Anthony Modeste skorar framhjá Peter Gulacsi
Mynd: EPA
Koln 1 - 1 RB Leipzig
1-0 Anthony Modeste ('53 )
1-1 Amadou Haidara ('71 )

Köln og RB Leipzig gerðu 1-1 jafntefli í þýsku deildinni í dag en bæði mörkin komu í síðari hálfleiknum.

Anthony Modeste kom heimamönnum yfir á 53. mínútu eftir skelfileg mistök Mohamed Simakan. Köln hafði spilað sig vel inn í teig en Simakan komst í boltann og ætlaði að hreinsa frá en einfaldlega hitti hann ekki. Boltinn barst út á Modeste sem skoraði.

Markið var dæmt af í fyrstu en VAR fór yfir atvikið og dæmdi markið gott og gilt.

Amadou Haidara jafnaði metin um það bil tuttugu mínútum fyrir leikslok eftir hornspyrnu Dominik Szoboszlai.

Lokatölur 1-1. Leipzig í þvílíku basli í byrjun leiktíðar og aðeins með 4 stig eftir fimm leiki en Köln er með 8 stig í 6. sæti.
Athugasemdir
banner
banner