Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 18. september 2023 16:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola hálf hló þegar hann var spurður út í Man Utd
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Red Star á heimavelli.

Hann kom á fundinum inn á fullkomna byrjun City í ensku úrvalsdeildinni en liðið er eina liðið með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Hann talaði um að City myndi taka dýfur á tímabilinu en hann væri hæstánægður að byrja svona vel eftir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili.

„En hversu sterkt er Arsenal? Ég sá þá á Goodison Park í gær og þeir eru frábærir. Liverpool... hugarfarið heldur áfram þar," sagði Guardiola og vísaði í að liðið væri öflugt að koma til baka í leikjum.

Blaðamaður skaut svo inn í: ;,Manchester United?"

Guardiola hálf hló áður en hann svaraði. „Ég held að þeir og Chelsea muni fyrr en síðar komast í takt."

Á meðan City er með fimmtán stig er United með sex stig eftir fimm umferðir.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner