Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   mán 18. september 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Osasuna verður refsað vegna söngva um Greenwood
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Osasuna á von á því að verða refsað eftir að stuðningsmenn félagsins sungu níðsöngva um enska sóknarmanninn Mason Greenwood, leikmann Getafe, í gær.

„Deyðu,“ sungu stuðningsmenn félagsins þegar Greenwood var að undirbúa sig undir það að stíga inn á völlinn en samkvæmt Athletic heyrði starfsmaður La Liga söngvanna og mun málið nú fara fyrir aganefnd.

Osasuna verður refsað fyrir þessa hegðun stuðningsmanna, en ekki er ljóst hvort stuðningsmenn félagsins fari í tímabundið bann eða það verði sektað.

Þjálfari Osasuna, Jagoba Arrasate, sagði þessa söngva langt frá því að vera í lagi.

„Það var nú alveg slæmt að stuðningsmenn Getafe hafi sungið 'farið til fjandans, Osasuna', en söngvarnir um Greenwood voru líka mjög slæmir. Þegar allt kemur til alls hefur réttarkerfið sagt sitt.“

„Hann er mjög góður leikmaður en ef við tölum um þessa söngva þá ættum við að tala um alla söngva, ekki bara suma,“
sagði Arrasate.

Greenwood hefur verið fagnað vel af stuðningsmönnum Getafe, en það er ekkert útilokað að þetta eigi eftir að koma fyrir aftur á tímabilinu.

Ekki eru allir sáttir með að hann sé mættur aftur á völlinn eftir allt sem á undan er gengið. Hann var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til samræðis.

Málið var látið niður falla í febrúar eftir að ný sönnunargögn komu upp á yfirborðið. Hann átti ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe út þetta tímabil.

Greenwood átti ágætis innkomu í fyrsta leik en hann vann hornspyrnuna sem skapaði sigurmark Getafe í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner