Axel Óskar Andrésson var fjarri góðu gamni þegar lið hans Örebro vann frábæran endurkomusigur í sænsku B-deildinni um helgina.
Axel glímir við meiðsli og missti því af leiknum. Valgeir Valgeirsson var á sínum stað í byrjunaliðinu í leiknum sem endaði með 5-3 heimasigri Örebro. Staðan var 1-3 fyrir Skövde í hálfleik en heimamenn sneru taflinu sér í vil með fjórum mörkum í seinni hálfleik.
Axel glímir við meiðsli og missti því af leiknum. Valgeir Valgeirsson var á sínum stað í byrjunaliðinu í leiknum sem endaði með 5-3 heimasigri Örebro. Staðan var 1-3 fyrir Skövde í hálfleik en heimamenn sneru taflinu sér í vil með fjórum mörkum í seinni hálfleik.
Stuðningsmenn félagsins kunna vel að meta Axel og óskuðu þeir honum og kærustu hans, Camillu Hrund Sigurðardóttur, til hamingju með frumburðinn; nýfædda dóttur sína.
Á borða í stúkunni stóð á íslensku: „Til hamingju Axel og Camilla"
Örebro er í 8. sæti deildarinnar, ellefu stigum frá sæti í umspili í efstu deild og þremur stigum fyrir ofan fallumspilið þegar átta umferðir eru eftir.
Sjá einnig:
Fullt af íslenskum fánum á leik Örebro - „Þetta er Örebro!"
???????? Tack för stödet igår!
— ÖSK Fotboll (@oskfotboll) September 18, 2023
På fredag är det dags igen. Boka din resa till Borlänge med @Kubanerna ????
???? https://t.co/EVYaZHxG3z pic.twitter.com/1T7hsMuzNL
Athugasemdir