PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 18. september 2023 12:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur áfrýjaði niðurstöðunni í máli Arnars Gunnlaugssonar
Arnar Gunnlaugsson í símanum á Origo vellinum.
Arnar Gunnlaugsson í símanum á Origo vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrri tíu dögum síðan var greint frá því að niðurstaða Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Vals gegn Arnari Gunnlaugssyni hefði verið sú að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við ákvæði reglugerða KSÍ.

Valur kærði aðkomu Arnars að leik Vals og Víkings en þjálfarinn var þá að afplána leikbann en var úr stúkunni í beinum samskiptum við varamannabekk Víkings.

Valsmenn kröfðust þess að úrslitum leiksins yrði breytt og Val dæmdur sigur í leiknum sem endaði með 0-4 útisigri Víkings. Úrslitin stóðu óhögguð og var Víkingum ekki refsað fyrir aðkomu Arnars að leiknum.

Fótbolti.net fékk það staðfest að Valur hefði áfrýjað niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar.

„Það var gert. Við viljum vita hvort að þjálfarar séu í banni eða ekki í banni. Það er grunnurinn í þessu og getur verið leiðbeinandi fyrir okkar þjálfara ef þeir einhvern tímann lenda í slíku. Þ.e. hvað má og hvað má ekki. Við viljum fá það algjörlega skýrt."

„Ef ég man þetta rétt þá vill aga- og úrskurðarnefnd meina að ekki eigi að taka tillit til FIFA reglugerðarinnar. Á meðan FIFA reglugerðin segir það nokkuð skýrt að bann sé bann. Þetta snýst fyrst og fremst um að fá algjörlega úr því skorið,"
sagði Sigurður Kristinn Pálsson eða Diddi eins og framkvæmdastjórinn er oftast kallaður.

Arnar Gunnlaugs um kæru Vals:
„Ég var svo feginn að geta látið verkin tala inni á vellinum. Mér finnst íþróttin sjálf hafa beðið hnekki í allri þessari umræðu í vikunni. Bæði með þetta Vals fíaskó og svo þessar rútupælingar í dag. Allir bardagar í íþróttum eiga heima úti á velli. Við erum ekki í pólítík," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Breiðabliki þann 27. ágúst og hélt áfram.

„Það var alveg augljóst í þessum Valsleik að ég gerði mína hluti í góðri trú um að ég væri að gera löglega hluti og hvernig kæra Vals var orðuð kom mér virkilega á óvart. Ég var svekktur alla vikuna en síðan létum við verkin tala inni á velli og þannig á það að vera."

Sjá einnig:
Valur leggur fram kæru - Krefst sigurs gegn Víkingi
Athugasemdir
banner
banner
banner